Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 16. júní 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að vera varkár þegar kemur að óvæntum útgjöldum. Nú er tími til að halda að sér höndunum og ráðlegt að leggja fyrir þó upphæðin sé ekki há. Fjármálin fara í réttan farveg ef skipulagning er höfð í fyrirrúmi næstu daga. Óvæntur gestur bankar upp á. Happatölur 2, 78, 10.

Fiskarnir þurfa að taka tíma til að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu sinni. Vatn og náttúra hjálpa þeim að hlaða batteríin auk þess sem svolítil einvera getur komið jafnvægi á óróa tilfinninganna og því tilvalið að fara í nærandi gönguferð. Fyrir utan það nú að gönguferðir eru upplagðar þegar kemur að líkamlegri heilsu. Happatölur 16, 73, 72.

Hrúturinn gæti freistast til að eyða um of en ætti að reyna að stoppa sjálfan sig af. Fjármálin eru ekki sem stöðugust um þessar mundir og því nauðsynlegt að gera skýra sparnaðaráætlun. Ný fjárfesting eða aukatekjur gætu komið úr óvæntri átt. Einnig eru veikindi í kortunum og því gott að vera við öllu búinn. Happatölur 22, 23, 56.

Fjármál nautsins eru á góðum stað og það má leyfa sér eitt og annað. Fyrir þau naut sem hafa verið að íhuga stærri fjárfestingar er rétt að kynna sér sem flesta valkosti áður en endanleg ákvörðun er tekin. Nokkur áhætta er í loftinu en einnig skal muna að sumar fjárfestingar munu bera ávöxt þótt seinna verði. Happatölur 82, 38, 23.

Fjármál tvíburans verða stöðugri en áður ef hann heldur áfram að fylgja þeirri áætlun sem þegar hefur verið ákveðin. Honum er ráðlagt að taka ekki óráðin skref eða stórar ákvarðanir án þess að skoða allar hliðar. Tækifæri til aukatekna skal grípa hið snarasta. Happatölur 30, 44, 23.

Krabbinn er á réttri braut í lífinu, en eins og eðlilegt er, finnur hann stundum fyrir óvissu hvernig nærumhverfið tekur honum. Ef óvissan veitir honum of mikla vanlíðan er gott að nýta áhyggjurnar sem eldsneyti því hann má vera viss um að hann er aðdáunarverður og má vera fullviss um ágæti sitt. Rísa ofar og skína eins og sólin. Treysta bara ágæti sínu. Happatölur 17, 23, 33.

Ljónið er á fullu þegar kemur að persónulegum vexti og hefur tekið ýmis skref þegar kemur að því að vinna með innri krafta sína og þróa nýja hæfileika. Ljónið hefur ótrúlega hæfileika sem leiðtogi og ætti að leyfa þeim styrk að dafna í þágu annarra. Með því að leiða aðra mun honum ganga betur að misstíga sig ekki þegar kemur að göngustíg hans sjálfs. Happatölur 28, 18, 10.

Meyjan á von á góðu gengi í fjármálunum, en happdrættisvinningur, arfur eða annars lags óvæntur ávinningur er á leiðinni til hennar. Hún má vel eyða svolítið í sjálfa sig, leyfa sér eitthvað sem hana hefur langað að gera lengi því viti menn – enn frekari óvæntur glaðningur verður á vegi hennar ef hún tekur þá ákvörðun. Happatölur 68, 15, 2.

Fjármál vogarinnar eru í góðum farvegi, og kjörinn tími til að athuga hvaða reikningar gefa henni nú hávaxtatekjur. Það er ekki úr vegi að gera sér ferð í bankann og fræðast um hvort eitthvað mætti betur fara. Einnig er gott að hugsa langt fram í tímann þegar kemur að fjárhagsáætlunum og fjárfestingum. Happatölur 38, 22, 41.

Sporðdrekinn ætti að taka sér taki þegar kemur að líkamlegu hreysti. Velta til dæmis fyrir sér hvort eigi betur við hann að kynna sér fjallgöngur eða sundferðir en best væri að hann tæki upp eða yki almenna líkamsrækt. Alla streituvalda þarf að minnka og helst fjarlægja með öllu ef vel á að fara á komandi tímum. Happatölur 67, 61, 22.

Bogmaðurinn upplifir sjálfan sig ekki sem best um þessar mundir. Einhverjum finnst þeir vera á síðustu metrunum með að upplifa gleði í starfsumhverfinu en þora ekki að taka skref í aðrar áttir. Aðrir eru svosum ánægðir en þykja verkefnin heldur takmörkuð. Til að stíga út úr þessum drunga þarf bogmaðurinn að gleðja sjálfan sig og verðlauna sem aldrei fyrr, vinnan á ekki að hafa djúpstæð áhrif enda snýst lífið um annað. Og hvað er það? Happatölur 3, 23, 50.

Steingeitin hefur haft gott yfirlit yfir stöðu fjármálanna en ætti nú að endurskoða hvort hægt sé að gera betur. Fyrir þær steingeitur sem huga á áhættu í fjármálunum, er ekki mælt með slíku að svo sinni en gott er að eiga svolítinn aukasparnað. Hann mun koma sér vel þegar óvænt útgjöld blasa við með haustinu. Happatölur 15, 38, 52.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. júlí 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn á von á ánægjulegum framgangi í málum ástarinnar þar sem vonbiðlarni...

Hátíðir í sumar
Líf og starf 11. júlí 2025

Hátíðir í sumar

Í sumar verður fjöldi hátíða víða um land og auðvitað fjölbreytt dagskrá um sjál...

80 þúsund gestir á síðasta ári
Líf og starf 8. júlí 2025

80 þúsund gestir á síðasta ári

Geosea, eða Sjóböðin á Húsavík, voru opnuð í lok sumars 2018. Í dag eru 12 ársve...

Lesið í fannir
Líf og starf 8. júlí 2025

Lesið í fannir

Kannski er ekkert sumarlegt að fjalla um fannir í júní. Og þó – þegar betur er a...

Greinandi og afhjúpandi rödd Ernaux
Líf og starf 7. júlí 2025

Greinandi og afhjúpandi rödd Ernaux

Enn af þýðingum og aftur kemur Þórhildur Ólafsdóttir við sögu hér í Hriflunni. F...

Kynning á íslenskum mat í Japan
Líf og starf 7. júlí 2025

Kynning á íslenskum mat í Japan

Íslandsstofa ásamt utanríkisþjónustunni og sendiráði Íslands í Japan skipulagði ...

17 impa slys
Líf og starf 7. júlí 2025

17 impa slys

Mikil umræða hefur orðið meðal íslenskra keppnisspilara síðustu vikur hvort drag...

Toga beint upp og mest fjórðung plöntunnar
Líf og starf 4. júlí 2025

Toga beint upp og mest fjórðung plöntunnar

Mikilvægt er að uppskera rabarbara á réttan hátt svo að rótin rotni ekki.