Stjörnuspá vikunnar
Vatnsberinn ætti að nýta tímann nú snemmsumars til að velta fyrir sér nýjum möguleikum í vinnunni eða breytingum þegar kemur að starfsframa. Skýr sýn á framtíðarmarkmiðin er afar mikilvæg og vatnsberinn ætti að sjá fyrir sér hvernig hann getur nýtt hæfileika sína betur og leitað nýrra áskorana. Happatölur 13, 14, 21.
Fiskarnir þurfa að taka sér tíma til ríkulegrar sjálfskoðunar og andlegrar vakningar. Nú er rétti tíminn til að rækta sköpunargáfu og persónulegan vöxt, eitthvað sem mögulega fór af stað ef þeir fóru að ráðum síðustu stjörnuspár. Fiskarnir mega leyfa sjálfum sér að dreyma stórt því allar líkur eru á að draumarnir rætist á einhvern hátt. Happatölur 18, 62, 13.
Hrúturinn býr enn yfir töluverðri orku, en líklegt er að hann hafi keyrt sig áfram aðeins of lengi. Nú er tími til að hvílast, bæði andlega og líkamlega. Að sofa út, stunda létta útivist og minnka stress eins og hægt er getur gert gæfumuninn fyrir næstu skref. Happatölur 15, 77, 76.
Nautið fer nú inn í góða tíma þar sem fyrri reynsla bætir stöðu þess á vinnumarkaðnum. Öll verkefni skulu yfirfarin með nákvæmni auk þess sem ekki er gott að taka ákvarðanir í flýti þegar kemur að nýjum hugmyndum. Ný tækifæri eru handan við hornið og ætti nautið að skoða vel alla möguleika. Alla. Happpatölur 12, 24, 28.
Tvíburinn finnur að ástarmálin eru á óvenjulegum stað þessa dagana, þar sem tilfinningarnar fara fyrir ofan garð og neðan, en einnig í allar áttir. Sem er ekki óvanalegt hjá tvíburanum, en gæti um þessar mundir farið fyrir brjóstið á einhverjum. Þeir tvíburar sem eru í sambandi ættu að tjá tilfinningar sínar opinskátt en í hófi. Einhleypir gætu kynnst einhverjum sem þeir telja óstjórnlega spennandi, en ættu að halda sig á mottunni. Happatölur 16, 63, 99.
Krabbinn ætti að nýta næstu daga og vikur til þess að kafa ofan í sjálfið og velta fyrir sér hvort bæta megi persónulegan vöxt. Nota dýpri sjálfsvitund til að leysa áhyggjur og læra af fyrri reynslu auk þess sem nú er kjörið tækifæri til að þróa dulda hæfileika eða bæta við þekkingu sem mun styrkja sjálfstraustið. Happatölur 22, 11, 84.
Ljónið finnur fyrir löngun til þess að styrkja böndin milli sín og þeirra sem honum þykir vænt um. En hverjir eru það? Suma daga elskar ljónið alla og baðar sig í aðdáun þeirra sem í kringum hann eru. Aðra daga reisir hann makkann og sýnir klærnar. Þar sem enginn er fullkominn er ljóninu víst leyfileg þessi hegðun ef hann gerir sér þó grein fyrir hverjir standa honum næst. Happatölur 15, 46, 77.
Meyjan þarf að gæta þess að slaka á. Henni er mikilvægt að allt sem henni viðkemur sé í jafnvægi en bent á að muna að ef hún sjálf er ekki í rónni mun hún eiga erfitt með að upplifa þann vinkil á hlutunum í kringum sig. Með hækkandi sól ætti hún að leyfa sér að njóta útiloftsins og anda nú djúpt. Happatölur 35, 77, 12.
Ný tækifæri blasa nú við voginni – eða a.m.k. þeim sem hafa langað til að breyta um stefnu á vinnumarkaði. Með réttu viðhorfi og skipulagi er allt hægt og þarf vogin að vera opin fyrir ráðleggingum og hugmyndum sinna nánustu. Hún þarf ekki að vera hrædd við að ryðja sér nýjan farveg því allt mun fara að óskum. Happatölur 16, 34, 48.
Sporðdrekinn kemur sjálfum sér á óvart og óvænt skref í auknum þroska – eða víðsýni ef svo má kalla. Nú er góður tími til að kafa í persónuleg málefni sem hafa haldið aftur af honum og hann á auðvelt með að greina hvaða hindranir hafa staðið í veginum. Sporðdrekinn ætti að kynna sér hvernig hægt er að umbreyta neikvæðum þáttum í tækifæri til vaxtar. Happatölur 16, 66, 89.
Bogmaðurinn hefur verið að velta fyrir sér fjárhagslegu öryggi sínu í heimi stöðugra breytinga. Ákvarðanir sem varða nýjar fjárfestingar eða fjárhagsleg tækifæri munu skjóta upp kollinum á næstu vikum og þeim er vert að gefa gaum en þó er mikilvægt að vera varkár og forðast óþarfa áhættu. Happatölur 25,67, 98.
Steingeitin þarf að hysja upp um sig buxurnar ef vel á að fara í málum hjartans. Þeir sem eru í sambandi þurfa að taka sig á þegar kemur að því að vera til staðar fyrir maka sinn og vera opinn fyrir uppbyggilegum samtölum. Þær einhleypu verða nú að gjöra svo vel að standa upp af sófanum og stíga út fyrir hússins dyr ef þær ætla einhvern tíma að festa ráð sitt. Happatölur 77, 60, 53.