Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. febrúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að hafa eitt í huga ofar öllu og það er að vera skýr í hugsun. Nú er tími ákvarðana, eitt besta tímabil vatnsberans til að sýna skynsemi í verki. Hann þarf einnig að gæta þess að fylgja fast eftir þeim ákvörðunum sem hann tekur. Happatölur 15, 8, 2.

Fiskurinn upplifir tíma umróts um þessar mundir og hann þarf að gæta þess að láta það ekki hafa áhrif á sig. Æðruleysið ofar öllu enda lygnir um síðir. Hann getur þó hugsað með sér hvert hann sjálfur vill stefna og hverju hann vill breyta. Þetta er tíminn. Happatölur 3, 12, 52.

Hrúturinn á von á lukku í peningamálunum á næstu dögum og best væri að nýta þann ágóða í að borga skuldir. Þá léttir yfir anda og sálu enda fjárhagslegir fjötrar mesta böl. Hrúturinn má óhikað eiga von á frekari gæfu í þessum málum, líklega um mitt sumar. Happatölur 2, 22, 89.

Nautið er að stíga einhver skref frelsis sem það hefur ekki upplifað áður. Tilfinningin eykst þegar það gerir sér grein fyrir að það þarf ekki að vera í samskiptum við fólk eða festast í einhverjum fyrir fram ákveðnum munstrum. Nú er tími til að stíga úr öllum þeim fjötrum sem halda því og njóta þess að vera til. Happatölur 12, 41, 44.

Tvíburinn fyllist eftirsjá á næstu dögum yfir einhverju sem vantar í líf hans. Einhver tenging hjartans er ekki til staðar eða hefur brostið að nokkru leyti. Tvíburinn má vera dapur um stund því depurð er tilfinning líkt og hlátur og allar tilfinningar skal nota. Svo er gott að stíga kjarkmikil skref til þess að bæta líðanina. Happatölur 1, 21, 30.

Krabbinn þarf að stíga til jarðar á nýjan leik eftir róstusama tíma. Hvort sem er innra með sér eða vegna þess umhverfis sem hann hefur dvalið í. Ró er nauðsynleg. Þegar henni er náð, þarf að hafa skýra sýn og festu þegar kemur að næstu skrefum lífsins. Happatölur 5, 48, 91.

Ljónið hefur í mörgu að snúast um þessar mundir. Það þarf að gæta sín á að ofkeyra sig ekki og varðveita heilsu sína vel. Ljónið hefur ákveðinn sjarma og dug og mun standa í sviðsljósinu nú eftir þorrann sem aldrei fyrr. Það mun gefa honum byr undir báða vængi og leiða á nýjar brautir. Happtölur 45, 16, 71.

Meyjan er á uppleið í lífinu og má vel njóta þess að uppskera nú það sem hún hefur áður sáð. Hún hefur góða yfirsýn og er eitt þeirra merkja sem hefur burði til að ná langt í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur. Trú á sjálfið er nauðsynleg. Happatölur 2, 21, 14.

Vogin þarf að gæta hvíldar rétt eina ferðina. Heilsan þarf að vera í lagi enda ferðalög í augsýn og gott að vera hress og frískur. Nýjar og breyttar áherslur verða seinnipart árs, bæði jákvæðar og skemmtilegar og rétt að vera í góðu jafnvægi allt árið. Happatölur 5, 16, 22.

Sporðdrekinn má búast við að stór hluti drauma hans og þrár fari að rætast, honum að óvörum. Happdrættisvinningur í einhverju formi er í kortunum eða annar ávinningur en hann þarf að gæta að heilsunni og passa að verða ekki kalt. Happatölur 85, 26, 14.

Bogmaðurinn þarf að leggja hendur í skaut og leyfa huganum að sveima. Kúpla sig aðeins út úr amstri lífsins og þeim tímaþjófi sem áhyggjur eru. Gott er að tileinka sér þá list að sleppa tökum á sem flestu sem ekki er hægt að vinna með og slaka bara á. Þá rætist úr flestu sem maður ætlar sér. Happatölur 6, 17, 23.

Steingeitin hefur verið lasin að undanförnu en nú þegar fer að sjá til sólar virðist sem rjátla ætli af henni. Gott er að anda að sér fersku lofti og baða sig í heitu vatni til styrkingar, hvort sem veikindin eru af andlegum eða líkamlegum toga. Henni eru allir vegir færir sem hún ætlar sér. Happatölur 82, 90, 16.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 24. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn skal trúa því að plön hans og áætlanir munu ganga upp ef hann gætir ...

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg
Líf og starf 19. mars 2025

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg

Beikon kemur í mörgum útgáfum; misþykkt, missalt, misdýrt og stundum mislukkað. ...

Óskar Örn
Líf og starf 19. mars 2025

Óskar Örn

Nafn: Óskar Örn Rikardsson.

Virkni félagslífsins fyrir öllu
Líf og starf 18. mars 2025

Virkni félagslífsins fyrir öllu

Við heimskautsbauginn, rúma fjörutíu km frá landi, liggur nyrsta byggð Íslands, ...

Hressandi list í almannarýminu
Líf og starf 18. mars 2025

Hressandi list í almannarýminu

Á Skagaströnd mega skapandi einstaklingar leggja gjörva hönd að því að hressa up...

Nauðsyn samvinnu
Líf og starf 17. mars 2025

Nauðsyn samvinnu

Árið 2025 ýtir úr vör þungum róðri tískuiðnaðarins þar sem nýsköpun og sjálfbærn...

Úr sveit á sigurbraut
Líf og starf 17. mars 2025

Úr sveit á sigurbraut

Systkinin Árný Helga og Stefán Þór Birkisbörn voru meðal keppenda á Vetrarólympí...

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025
Líf og starf 17. mars 2025

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025

Íslandsmóti skákfélaga lauk um liðna helgi í Reykjavík. Skákdeild Fjölnis varð Í...