Stjörnuspá vikunnar
Vatnsberinn stígur gætilega til jarðar þessi fyrstu skref ársins, uppfullur forvitni þess sem er viss um að nú séu að hefjast nýir tímar. Hann má svo sannarlega halda í þá hugmynd – sem er alveg rétt – og vera vel vakandi enda á ýmislegt skemmtilegt eftir að leggja línurnar fyrir næstu mánuði. Happatölur 3, 13, 43.
Fiskurinn stefnir á að veita lífi sínu í þann farveg sem hann sjálfur vill. Hann er þreyttur á að fara eftir því sem öðrum finnst og telur sig hafa gleggri sýn á þau málefni sem þarf að vinna úr. Kapp er þó best með forsjá og þarf fiskurinn enn einu sinni að leyfa öðrum að ljá honum örlitla dómgreind. Happatölur 1, 56, 22.
Hrúturinn telur sig nú vera kominn á þann stað í lífinu sem honum hefur alla tíð verið ætlað. Þó er svo ekki og er honum mildilega bent á að hann mun sitja fastur í sama hjólfarinu þar til hann breytir hegðan sinni allverulega. Happatölur 5, 15, 89.
Nautið ætti að reyna eftir fremsta megni að halda ró sinni og yfirvegun þessar fyrstu vikur ársins. Sleppa tökunum í alvöru því allt fer á þann veg sem það á að fara, sama hvort nautið rembist eins og rjúpan við staurinn eða ekki. Happatölur 22, 24, 28.
Tvíburinn er fremur hljóðlátur um þessar mundir og vildi öllu fremur liggja undir feld. Hann er þreyttur og ætti eftir fremsta megni að hvílast. Vera í sem minnstum samskiptum við fólk og næra sjálfan sig með ró og friði. Það mun borga sig margfalt.
Happatölur 1, 6, 81.
Krabbinn reynir að endurupplifa gamla tíma en þarf að viðurkenna fyrir sjálfum sér að hann er ekki á þeim stað lengur. Hann finnur því fyrir óró og veltir fyrir sér hver hann raunverulega er og hvert hann stefnir. Þetta er ágætis íhugun á nýju ári og mun rætast fljótt úr. Happatölur 12, 31, 33.
Ljónið er með allan hugann við nýtt verkefni um þessar mundir og fær tækifæri til að einblína einungis á það. Hann skal þó muna að vera þakklátur sínum nánustu sem eru þeir sem opna þær dyr. Þakklætið byggir brýr. Happatölur 2, 77, 34.
Meyjan styrkist æ meira þetta árið en hið síðasta og finnur hvernig öryggi hennar og festa smitar aðra nærstadda. Hún skal halda áfram trúnni á sjálfa sig en hún er eitt þeirra merkja sem vinna mikinn persónulegan sigur á næstu mánuðum. Happatölur 11, 13, 31.
Vogin er á góðu róli líkt og meyjan en þarf alla jafna að gæta þess að hafa ekki of mikla yfirsýn yfir alla skapaða hluti – og fólk. Henni er nær að sitja í ró með sjálfa sig og aðra og treysta því að lífið fari vel með þá sem henni er umhugað um. Happatölur 28, 34, 33.
Sporðdrekinn getur sjaldan orða bundist en ætti að hafa hemil á stóryrðunum næstu dagana. Uppþot og ólæti geta orðið til vina eða sambandsslita og honum allra best að hafa hemil á skoðunum sínum. Það gefst betri tími
til þess síðar. Happatölur 15, 69, 87.
Bogmaðurinn er léttur í lund og reifur og smitar út frá sér. Honum verða flestir vegir færir nú í ársbyrjun og dyr munu opnast sem áður voru lokaðar. Ástarmálin blómstra nú strax á næstu dögum og hann kynnist manneskju sem mun leika stórt hlutverk í lífi hans, a.m.k. um nokkurt skeið. Happatölur 7, 23, 99.
Steingeitin hefur átt við veikindi að stríða undanfarið sem hafa hrætt hana en eru í raun ekki eins alvarleg og hún telur sjálf. Réttast er að slaka á og trúa því að allt fari vel enda gerir kvíði og hræðsla ekkert nema að grafa undan góðum hlutum. Happatölur 8, 78,18.