Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 18. júní 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur verið óvanalega ánægður með sjálfan sig undanfarið og öruggur í sínum þankagangi. Framtíðarsýn hans virðist greiðari og hnitmiðaðri en áður og hann má treysta því að vel fari. Örlítil veikindi eru í kortunum, en nýta má þann tíma til að liggja undir feldi og safna kröftum fyrir það sem fram undan er. Happatölur 18, 21, 15.

Fiskurinn er hress og kátur þessa dagana enda sumar í lofti. Hann er vongóður um jákvæða breytingu á högum sínum sem hafa hingað til staðið í stað. Einhver persónulega ögrandi skref þurfa þó að vera tekin auk þess sem fiskurinn þarf einnig að venja sig á að hlusta vel á sína nánustu og taka þeirra sjónarmið til greina í stað þess að áætla hlutina sjálfur. Happatölur 23, 12, 16.

Hrútnum hefur fundist hluti lífs hans hafa staðið svolítið í stað undanfarið og veltir fyrir sér hvenær hann kemst af hamstrahjólinu. Hugarfarið spilar þarna inn í og því um að gera fyrir hrútinn að velta fyrir sér hvert hann óskar að stefna. Eitt skref í einu er mantra sem á vel við og treysta þeim framgangi sem verður. Ekki láta deigan síga. Happatölur 79, 63, 47.

Nautið hefur verið örlítið tvístígandi undanfarið og þarf fljótlega að taka ákvörðun um hvort það ætli að taka stór skref í eina átt eða aðra. Nautið hefur byrinn með sér, hver sem niðurstaðan verður og ætti að vera óhrætt við að stýra lífi sínu hvert sem hugur og hjarta óskar. Nánasta fjölskylda er hans klettur og munu þau bönd styrkjast æ meir á árinu. Happatölur 18, 24, 8.

Tvíburinn er alveg viss um að nú sé rétti tíminn til átaka. Innri átaka reyndar, en hugur hans stefnir að mannbætandi venjum og framkomu. Hann sér fyrir sér að stíga skref sjálfum sér til betrunar enda hvert spor jákvæðni til heilla. Tvíburinn vill koma vel fyrir og gjarnan opna huga sinn örlítið og nú vill svo til að samkvæmt stjörnunum er akkúrat sá tími. Happatölur 56, 41, 28.

Krabbinn hefur haft mikið á sinni könnu þessar vikurnar og sér stundum ekki fram úr sjálfum sér þótt hann gjarnan vildi. Áhyggjur og álag hafa truflað flæði hans og rétt er að staldra við og veita sjálfum sér hvíld áður en allt fer úr böndunum. Það margborgar sig fyrir alla og mest af öllu hann sjálfan. Happatölur 27, 98, 99.

Ljónið hefur gengið í gegnum óvissu vegna líkamlegs ama nýverið, en mun ekki um neitt alvarlegt vera að ræða ef hann tekur á hlutunum með festu. Ljónið þarf annars að muna að vera alveg heiðarlegur við sjálfan sig öllu fremur, enda fátt ótignarlegra en ljón með lafandi makka. Batnandi manni er best að lifa. Happatölur 13, 61, 58.

Meyjan er glöð og ánægð þessa dagana og róleg í sínu. Gönguferðir nálægt sjónum eða í skóglendi gera henni gott og um að gera að njóta allra þeirra sólargeisla sem láta sjá sig. Meyjan mun laða að sér margt jákvætt næstu mánuði og stýra því sér til happs. Happatölur 10, 15, 2.

Vogin horfir til sumarsins með eftirvæntingu enda handviss um að gerist mikil ævintýr. Hugurinn ber hana hálfa leið auk þess sem óvænt lukka mun verða á næstu vikum og happadrjúg skrefin áfram. Peningamálin eru einnig á góðum stað en gæta þarf þess að eyða ekki um of. Happatölur 76, 16, 26.

Sporðdrekinn stígur gætilega til jarðar um þessar mundir enda hálfhvekktur eftir óvænt átök. Leysa þarf úr þeim málum hið allra fyrsta og helst með utanaðkomandi aðstoð. Með rísandi sólu er þó allt á uppleið, hægt en sígandi og best að fara að öllu með varkárni. Happatölur 12, 38, 52.

Bogmanninum finnst lífið þjóta áfram um þessar mundir og þarf að hafa sig allan við er kemur að því að taka skýrar og marktækar ákvarðanir. Gott væri að fá sér blað og penna og hripa niður það sem honum liggur helst á hjarta og punkta hjá sér mögulega úrlausn. Draga svo andann djúpt og reyna að hægja á heiminum í kringum sig. Happatölur 4, 15, 20.

Steingeitin heldur áfram á sinni vana- braut, enda stórhættulegt að gera nokkrar breytingar. Eða er það? Ef til vill mætti hafa í huga að breytingar eru alls ekki alltaf af hinu slæma og öllum hollt að ögra sjálfum sér að einhverju leyti. Það má taka hænuskref í átt til breytinga enda kapp best með forsjá. Happatölur 8,16, 32.

Skylt efni: stjörnuspá

Telur árangurinn á EM viðunandi
Líf og starf 23. júlí 2024

Telur árangurinn á EM viðunandi

Evrópumótinu í bridds lauk í síðustu viku í Herning í Danmörku. Ísland sendi út ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 22. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Kóngurinn í Skagafirði
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi veri...

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar
Líf og starf 18. júlí 2024

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar

Skoða á hefðir og notkun óhefðbundinna lækninga á Íslandi í norrænni rannsókn. A...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 18. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...