Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Spilastokkar, þjóðtrú og nytjar
Líf og starf 2. ágúst 2023

Spilastokkar, þjóðtrú og nytjar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur er mikil áhugamanneskja um nytjar landsins jafnt sem þjóðtrú, en árið 2021 hóf hún framleiðslu á Flóruspilunum vinsælu.

Guðrún hefur safnað upplýsingum um grasnytjar og þjóðtrú tegunda í fjöldamörg ár sem nú er grunnurinn í Flóruspilunum. Á þeim má finna latínuheiti, gróðurlendi og ætt jurtanna, hugsað til fróðleiks og skemmtunar en jafnvel er hægt að leika með spilin sem samstæðuspil. Jafnfram Flóruspilinu gaf hún út Blómaspilið, minni og einfaldari útgáfu sem sýnir einungis mynd af tegundinni ásamt nafni á íslensku, ensku, pólsku og latínu,
en á þeim er ekki að finna neinn texta líkt og á Flóruspilunum. Nýverið gaf Guðrún út annan spilaflokk, Fuglaspilin, svo og Litlu fuglaspilin, sem byggja einnig á íslenskri þjóðtrú. Á þeim má finna upplýsingar um nytjar og þjóðtrú tengda fuglum og geta því þátttakendur lesið sér til fróðleiks og skemmtunar meðan meðan spilað er. Litla fuglaspilið er minni útgáfa þar sem spilað er samstæðuspil með fuglunum og má finna nöfn tegundanna á íslensku, ensku, pólsku og
latínu. Í Litla fuglaspilinu er enginn texti, bara nöfnin, en spilið er hugsað fyrir byrjendur eða yngri þátttakendur.

Ljósmyndirnar af fuglunum tók Jóhann Óli Hilmarsson fuglaljósmyndari og fræðilegar upplýsingar um fuglana eru fengnar úr bók Jóhanns Óla, Fuglavísi, enda telur Guðrún sig ekki á heimavelli í þeim efnum, grösin séu meira hennar.

Guðrún, sem búsett er á Suðurlandi auk þess að reka þar verslun og vinnustofu undir heitinu Hespuhúsið, hefur einnig starfað sem stundakennari í grasafræði og plöntugreiningu við Landbúnaðarháskóla Íslands. Til viðbótar var hún landvörður til margra sumra bæði í Mývatnssveit og Skaftafelli þar sem gestir nutu góðs af þekkingu hennar um gróðurinn.

Segir hún fræðsluspil Hespuhússins hugsuð til að auka áhuga almennings á náttúru Íslands í gegnum leik og skemmtun. Hafa jurtir lengi átt hug hennar allan og í Hespuhúsinu vinnur hún jurtalitað band eftir gömlum hefðum en þó með nútíma tækni. Gefst gestum kostur á að kíkja í litunarpottana og fræðast um gamalt handverk auk þess sem á vinnustofunni er setustofa þar sem hægt er að glugga í bækur eða grípa í prjóna. Þar er einnig þjóðháttadeildin og lítið safn með gömlum munum sem margir tengjast gömlu handverki. Í Hespuhúsinu er svo hægt að versla jurtalitað band, léttlopa og einband ásamt pökkum með uppskriftum að ákveðnum verkefnum, auk þess sem í uppskriftirnar þarf.

Guðrún stefnir á frekari spilaútgáfu á næstu árum, bæði með jurtirnar, fuglana og fleiri flokka enda möguleikarnir óþrjótandi – tenging landsins við þjóðtrú sé afar víðtæk.

Hátíðir í sumar
Líf og starf 11. júlí 2025

Hátíðir í sumar

Í sumar verður fjöldi hátíða víða um land og auðvitað fjölbreytt dagskrá um sjál...

80 þúsund gestir á síðasta ári
Líf og starf 8. júlí 2025

80 þúsund gestir á síðasta ári

Geosea, eða Sjóböðin á Húsavík, voru opnuð í lok sumars 2018. Í dag eru 12 ársve...

Lesið í fannir
Líf og starf 8. júlí 2025

Lesið í fannir

Kannski er ekkert sumarlegt að fjalla um fannir í júní. Og þó – þegar betur er a...

Greinandi og afhjúpandi rödd Ernaux
Líf og starf 7. júlí 2025

Greinandi og afhjúpandi rödd Ernaux

Enn af þýðingum og aftur kemur Þórhildur Ólafsdóttir við sögu hér í Hriflunni. F...

Kynning á íslenskum mat í Japan
Líf og starf 7. júlí 2025

Kynning á íslenskum mat í Japan

Íslandsstofa ásamt utanríkisþjónustunni og sendiráði Íslands í Japan skipulagði ...

17 impa slys
Líf og starf 7. júlí 2025

17 impa slys

Mikil umræða hefur orðið meðal íslenskra keppnisspilara síðustu vikur hvort drag...

Toga beint upp og mest fjórðung plöntunnar
Líf og starf 4. júlí 2025

Toga beint upp og mest fjórðung plöntunnar

Mikilvægt er að uppskera rabarbara á réttan hátt svo að rótin rotni ekki.

Feitur maður fótbrotnar
Líf og starf 3. júlí 2025

Feitur maður fótbrotnar

Eitt af svipmeiri stórbýlum landsins er Vallanes á Héraði, eða Vallanes á Völlum...