Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Fjárhúsin sem stendur til að endurreisa svo þau geti hýst verksmiðjuna.
Fjárhúsin sem stendur til að endurreisa svo þau geti hýst verksmiðjuna.
Mynd / Urður Ull
Líf og starf 26. júní 2024

Smáspunaverksmiðja mun rísa í Dölunum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í Rauðbarðaholti í Dölum búa þau Ingibjörg Þóranna Steinudóttir og Einar Hlöðver Erlingsson sem hafa sett stefnuna á að reisa smáspunaverksmiðju á næsta ári. Ef allt gengur að óskum verður hún gangsett í apríl.

Einar Hlöðver Erlingsson og dætur hans Auður Linda tíu ára og Freyja Sjöfn sjö ára.

Einar Hlöðver er uppalinn í Rauðbarðaholti, en það eru móðir hans og maður hennar sem eru með sauðfjárbúskap á bænum.

Í bígerð er að gera upp gömul fjárhús á bænum sem eiga svo að hýsa verksmiðjuna sem verður rekin undir heitinu Urður Ull. „Okkur langar, að minnsta kosti fyrst um sinn, að vinna lambsullina eina og sér enda er það mýksta og verðmætasta ullin. Við viljum nýta mislita ull jafnt sem þá hvítu, gráu, svörtu og mórauðu og leyfa náttúrulegri litadýrð að njóta sín þannig að hver framleiðslulota verði einstök. Við viljum einnig stuðla að hærra afurðaverði til bænda og mun verða greitt jafnt fyrir alla liti. Það er búið að leggja inn pöntun fyrir ullarvinnsluvélunum en þær eru ekki væntanlegar til landsins fyrr en um áramót,“ segir Ingibjörg.

„Þetta verður lítil smáspunaverksmiðja sem á ensku er kallað MiniMill og er sambærileg við verksmiðjurnar í Gilhaga og Uppspuna,“ heldur hún áfram.

Ullin rakin á bæina

Varðandi verkferlana í verksmiðjunni, þá sér Ingibjörg fyrir sér að geta rakið ullina niður á þann bæ sem hún kemur frá en ekki niður á stakt reyfi. „Það verður þó aðeins að fá að koma í ljós þegar við fáum vélarnar og byrjum að vinna með þær. Við erum ekki farin af stað enn þá að kynna verkefnið fyrir bændum sérstaklega en ég geri ráð fyrir að gera það í haust. En okkur finnst mikilvægt að koma á beinu samtali á milli okkar og bænda. Við finnum nú þegar fyrir miklum áhuga í samfélaginu á þessu verkefni og vonumst til að fá góð viðbrögð frá bændum í Dalabyggð þegar við förum að kynna verkefnið nánar.“

Lambsullin er mýksta og verðmætasta ullin.
Áætlaður kostnaður 60 milljónir

Að sögn Ingibjargar hafa fengist tæpar þrjár milljónir króna í styrk í gegnum verkefnið DalaAuð og tvær milljónir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

„Við erum að gera ráð fyrir að það kosti um 60 milljónir að koma verksmiðjunni upp, það er vélar og húsnæði, þannig að þetta er um átta prósent sem við erum búin að fá í styrki. Við erum í samtali við Byggðastofnun um lán til fjármögnunar á því sem stendur út af.“

Önundur bíldur og minnið sem mótar landið
Líf og starf 20. júní 2025

Önundur bíldur og minnið sem mótar landið

Í ágústmánuði árið 1880 kom Sigurður Vigfússon, gullsmiður og umsjónarmaður forn...

Gæðamatur er dýr í framleiðslu
Líf og starf 19. júní 2025

Gæðamatur er dýr í framleiðslu

Edward Carr, forseti írsku samvinnuhreyfingarinnar (ICOS) segir að gæðamatvara s...

Skákfélag Vestfjarða stofnað
Líf og starf 18. júní 2025

Skákfélag Vestfjarða stofnað

Þann 30. maí síðastliðinn var Skákfélag Vestfjarða formlega stofnað. Áður hafði ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 16. júní 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að vera varkár þegar kemur að óvæntum útgjöldum. Nú er tími til...

Flaggar ólíkum fánum daglega
Líf og starf 10. júní 2025

Flaggar ólíkum fánum daglega

Ólafur Sverrisson fánasafnari á 214 ólíka fána, bæði þjóðfána ásamt fánum sem ti...

Landsmótið 2025 og Bændablaðsleikurinn
Líf og starf 10. júní 2025

Landsmótið 2025 og Bændablaðsleikurinn

Landsmótið í skólaskák fór fram helgina 3.–4. maí. Mótið á um 50 ára sögu og er ...

Brot af glötuðum heimi og kennimörk fasismans
Líf og starf 6. júní 2025

Brot af glötuðum heimi og kennimörk fasismans

Þórhildur Ólafsdóttir sendi fyrr á árinu frá sér bókina Með minnið á heilanum se...

Óheppni spilarinn
Líf og starf 5. júní 2025

Óheppni spilarinn

Í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni sem fram fór 11.–13. apríl hitti ég ...