Skálholtsdómkirkja, sem er nú hægt að skoða hvaðan úr heiminum sem er án þess að koma á staðinn, í gegnum sýndarveruleika.
Skálholtsdómkirkja, sem er nú hægt að skoða hvaðan úr heiminum sem er án þess að koma á staðinn, í gegnum sýndarveruleika.
Mynd / mhh
Líf og starf 4. febrúar 2025

Skálholtsdómkirkja í sýndarveruleika

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nú er hægt að ganga um Skálholtsdómkirkju í Bláskógabyggð í sýndarveruleika.

Fólk, hvar sem er í heiminum, getur nú skoðað þessa sögufrægu kirkju hvenær sem er sólarhringsins. Hermann Valsson útbjó myndirnar sem sýna dómkirkjuna, kjallara hennar, undirgöng, fornleifasvæði og Þorláksbúð.

Skálholtsdómkirkja er einn merkasti sögustaður Íslands með djúpa tengingu við trúar- og menningarsögu þjóðarinnar. Skálholt, eitt af tveimur biskupssetrum landsins, var miðstöð kristni og stjórnsýslu frá 11. öld til 1796. Núverandi kirkja var reist á 20. öld og stendur á hæð með stórfenglegu útsýni. Hún inniheldur einstök listaverk, meðal annars eftir Gerði Helgadóttur.

Hægt er að skoða kirkjuna í sýndarveruleikanum á vef Skálholts, www.skalholt.is. Sjón er sögu ríkari.

Skylt efni: Skálholt

Eru neyðarbirgðir á þínu heimili?
Líf og starf 10. febrúar 2025

Eru neyðarbirgðir á þínu heimili?

Stjórnvöld hafa tilkynnt að gefnar verði út leiðbeiningar innan tíðar um hvaða n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. febrúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að hafa eitt í huga ofar öllu og það er að vera skýr í hugsun. ...

Kraftur í nýnorrænni matargerð
Líf og starf 5. febrúar 2025

Kraftur í nýnorrænni matargerð

Blásið hefur verið nýju lífi í nýnorræna matargerðarhreyfingu í takt við nýja tí...

Heydreifikerfi
Líf og starf 5. febrúar 2025

Heydreifikerfi

Heydreifikerfi á bænum Hæli í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Heydrei...

Skálholtsdómkirkja í sýndarveruleika
Líf og starf 4. febrúar 2025

Skálholtsdómkirkja í sýndarveruleika

Nú er hægt að ganga um Skálholtsdómkirkju í Bláskógabyggð í sýndarveruleika.

Lífrænn lífsstíll hjartans mál
Líf og starf 3. febrúar 2025

Lífrænn lífsstíll hjartans mál

Anna María Björnsdóttir, fulltrúi Lífræns Íslands, ásamt Tuma Bjarti Valdimarssy...

Gengur þú í smekkbuxum?
Líf og starf 3. febrúar 2025

Gengur þú í smekkbuxum?

Í heimi tískunnar er að jafnaði mest um vert að vera sem smekklegastur. Auðvitað...

Skrímsl á landsliðsæfingu
Líf og starf 31. janúar 2025

Skrímsl á landsliðsæfingu

„Hér er eitt skrímslaspil frá æfingamótinu.“ Þannig hóf Frímann Stefánsson, stór...