Skálholtsdómkirkja í sýndarveruleika
Nú er hægt að ganga um Skálholtsdómkirkju í Bláskógabyggð í sýndarveruleika.
Fólk, hvar sem er í heiminum, getur nú skoðað þessa sögufrægu kirkju hvenær sem er sólarhringsins. Hermann Valsson útbjó myndirnar sem sýna dómkirkjuna, kjallara hennar, undirgöng, fornleifasvæði og Þorláksbúð.
Skálholtsdómkirkja er einn merkasti sögustaður Íslands með djúpa tengingu við trúar- og menningarsögu þjóðarinnar. Skálholt, eitt af tveimur biskupssetrum landsins, var miðstöð kristni og stjórnsýslu frá 11. öld til 1796. Núverandi kirkja var reist á 20. öld og stendur á hæð með stórfenglegu útsýni. Hún inniheldur einstök listaverk, meðal annars eftir Gerði Helgadóttur.
Hægt er að skoða kirkjuna í sýndarveruleikanum á vef Skálholts, www.skalholt.is. Sjón er sögu ríkari.