Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Silkitoppa
Mynd / Óskar Andri
Líf og starf 14. nóvember 2023

Silkitoppa

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Silkitoppa er mjög skrautlegur og gæfur fugl. Heimkynni hennar eru í Skandinavíu, Síberíu og Kanada. Þegar æti er af skornum skammti í vetrarheimkynnum hennar er þekkt að þær leggjast á flakk.

Þá flækjast þær meðal annars hingað til Íslands en fjöldinn getur verið mjög misjafn milli ára. Stundum eru einungis stakir fuglar sem hingað berast en endrum og sinnum berast þær hingað í stórum hópum. Haustið sem leið var frekar rólegt hvað flækingsfugla varðar enda veðrið búið að vera nokkuð milt og gott. Svo gerðist það loksins í október að við fengum hraustlega haustlægð, með henni barst mikið magn af flækingsfuglum frá Evrópu og sumir þeirra afar sjaldgæfir.

Silkitoppan er hins vegar árviss gestur og barst núna nokkuð mikið af þeim til landsins. Þær hafa dreift sér um svo að segja allt land og sjást víða í görðum þar sem fuglum er gefið. Þessi skrautlegi fugl er afar félagslyndur og ekki óalgengt að sjá nokkrar saman. Það er því tilvalið núna þegar dagarnir eru orðnir stuttir og veturinn byrjar að sýna klærnar að gefa fuglum sem hér munu hugsanlega þreyja þorrann. Epli, sólblómafræ, fita, matarafgangar og vatn eru dæmi um það sem er vinsælt að gefa.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 24. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn skal trúa því að plön hans og áætlanir munu ganga upp ef hann gætir ...

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg
Líf og starf 19. mars 2025

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg

Beikon kemur í mörgum útgáfum; misþykkt, missalt, misdýrt og stundum mislukkað. ...

Óskar Örn
Líf og starf 19. mars 2025

Óskar Örn

Nafn: Óskar Örn Rikardsson.

Virkni félagslífsins fyrir öllu
Líf og starf 18. mars 2025

Virkni félagslífsins fyrir öllu

Við heimskautsbauginn, rúma fjörutíu km frá landi, liggur nyrsta byggð Íslands, ...

Hressandi list í almannarýminu
Líf og starf 18. mars 2025

Hressandi list í almannarýminu

Á Skagaströnd mega skapandi einstaklingar leggja gjörva hönd að því að hressa up...

Nauðsyn samvinnu
Líf og starf 17. mars 2025

Nauðsyn samvinnu

Árið 2025 ýtir úr vör þungum róðri tískuiðnaðarins þar sem nýsköpun og sjálfbærn...

Úr sveit á sigurbraut
Líf og starf 17. mars 2025

Úr sveit á sigurbraut

Systkinin Árný Helga og Stefán Þór Birkisbörn voru meðal keppenda á Vetrarólympí...

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025
Líf og starf 17. mars 2025

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025

Íslandsmóti skákfélaga lauk um liðna helgi í Reykjavík. Skákdeild Fjölnis varð Í...