Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Fjölbreytt framleiðsluvara var til sýnis, smakks og sölu á Matarmótinu.
Fjölbreytt framleiðsluvara var til sýnis, smakks og sölu á Matarmótinu.
Mynd / Austurbrú
Líf og starf 9. desember 2024

Rýnt í matarkistuna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á Matarmóti Austurlands var hráefni fjórðungsins í aðalhlutverki auk þess sem færeyskt góðmeti var á boðstólum.

Matvælaframleiðendur á Austurlandi kynntu vörur sínar á Matarmóti Matarauðs Austurlands í öndverðum nóvember, í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þema mótsins, hins fjórða í röðinni, var Landsins gæði – austfirsk hráefni. Framleiðendur sýndu vörur sínar úr hráefni að austan, seldu þær og gáfu gestum og gangandi smakk. Um var að ræða allt frá sælgæti og sultum til þurrkaðs ærkjöts. Þá voru á boðstólum sýnishorn af færeyskum matvælum.

Nýjung var að þessu sinni á matarmóti að framleiðendum sem nýta austfirskt hráefni, annað en matvæli, var boðið að kynna vörur sínar. Ýmsir fremstu kokkar landsins mættu einnig og sýndu listir sínar í eldun á austfirsku hráefni.

Á morgunfundi fyrir viðburðinn sté m.a. á svið Heidi Holm frá Visit Færeyjar en hún stýrir nýju verkefni; Bændur og ferðaþjónusta sem Visit Færeyjar og Færeyski landbúnaðarsjóðurinn standa að. Heidi fjallaði um verðmætasköpun í landbúnaði í Færeyjum, þar sem áhersla er á tengsl matar og ferðaþjónustu og hvernig hægt er að tengja, eða endurtengja, heimamenn og gesti við staðbundna framleiðslu. Þá sagði hún frá verkefni sem kallast „Heimablíðni“ sem gengur út á að bændur bjóða fólki heim – til að borða með þeim.

Fullt var út úr dyrum á matarmótinu. Því er ætlað að fagna grósku í matvælaframleiðslu á Austurlandi, mynda tengsl og auka samstarf innan og utan fjórðungs. Fyrsta mótið var haldið haustið 2021 og hefur síðan þá vaxið, mótast og tekið ýmsum breytingum. „Þeir framleiðendur sem voru á svæðinu voru himinlifandi með móttökurnar og telja að matarmótið sé orðinn mjög mikilvægur vettvangur fyrir þau til að kynna vörur sínar og koma þeim á framfæri,“ segir Valborg Ösp Árnadóttir Warén, verkefnastjóri hjá Austurbrú.

„Talið er að um 900 manns hafi sótt viðburðinn en það voru um 30 framleiðendur vara frá Austurlandi sem kynntu sig. Fjöldi sýnenda fer vaxandi með hverju árinu og ljóst að viðburðurinn hefur fest sig í sessi og er kominn til að vera,“ segir hún.

Skylt efni: austurland

Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC
Líf og starf 20. janúar 2025

Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC

Það ríkti engin lognmolla í skákheiminum á milli jóla og nýárs. Heimsmeistaramót...

Janúar er mánuður briddsins
Líf og starf 17. janúar 2025

Janúar er mánuður briddsins

Fjölmörg briddsmót fóru fram um jólin hér og þar um landið. Sums staðar þóttu br...

Kría – barnapeysa
Líf og starf 17. janúar 2025

Kría – barnapeysa

Peysan er prjónuð úr einföldum Þingborgarlopa og einum þræði af LoveStory saman....

Bústörf yfir hávetur
Líf og starf 15. janúar 2025

Bústörf yfir hávetur

Verkefni bænda halda áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og lögbundna frídaga. Hér eru...

Heimabakað brauð
Líf og starf 15. janúar 2025

Heimabakað brauð

Brauðbakstur er merkilega einföld iðja en um leið afskaplega flókin. Hveiti, vat...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 13. janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn stígur gætilega til jarðar þessi fyrstu skref ársins, uppfullur forv...

Stiklað á stóru
Líf og starf 9. janúar 2025

Stiklað á stóru

Bændablaðið kom tuttugu og þrisvar sinnum út árið 2024. Hér eru endurbirtar sjö ...

Álft
Líf og starf 8. janúar 2025

Álft

Álft er stærsti fuglinn okkar. Fullorðin álft getur orðið 10 kg og vænghafið 2,2...