Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Mikið stuð er á æfingum Rokkkórsins í Húnaþingi vestra sem æfir nú fyrir tilvonandi tónleika.
Mikið stuð er á æfingum Rokkkórsins í Húnaþingi vestra sem æfir nú fyrir tilvonandi tónleika.
Mynd / Eydís Ósk
Líf og starf 28. febrúar 2025

Rokkað og rólað

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Rokkkór Húnaþings vestra er félagsskapur á þriðja tug íbúa Húnaþings undir stjórn Ingibjargar Jónsdóttur frá Syðsta-Ósi í Miðfirði og þar láta kórfélagar svo sannarlega í sér heyra.

Ingimar Sigurðsson og Ingibjörg Jónsdóttir

Ingibjörg hefur verið viðloðin tónlist frá unga aldri og hafði stýrt nokkrum fjölda tónlistarverkefna þegar hún var beðin um að stýra kór sem væri á þeirri línu að syngja popp og rokk fremur en annað

„Mér fannst þetta strax jákvæð og skemmtileg hugmynd, sérstaklega þar sem um popp- og rokklög væri að ræða, en var þó pínu óörugg þar sem ég hafði aldrei stjórnað kór nema aðstoðað við það í verkefnum leikflokksins á svæðinu,“ segir Ingibjörg, sem hefur aldeilis ekki séð eftir þessari ákvörðun.

Ingimar Sigurðsson, bassi og einn þriggja kórstjórnenda auk Ingibjargar, tekur undir og segir frá því að upphaflega hafi kórinn hafið feril sinn á versta tíma mögulegum. „Þetta var rétt fyrir Covid, þannig að það var nú ekki fyrr en í ársbyrjun 2022 sem farið var að æfa reglulega og fyrstu tónleikarnir þá um haustið. Héldum síðan til Reykjavíkur í janúar árið eftir og vorum með tónleika í Iðnó sem voru mjög vel sóttir. Sjálfur hóf ég feril minn í rokkkórnum um vorið, hafði áður verið í karlakórnum sem fjaraði reyndar undan í Covid. Þetta er mikið stuð og kórinn er í dag í kringum 26 manns,“ segir Ingimar.

Hljómsveit spilar undir kórsönginn og segir Ingimar meðlimi hennar allt frá lækninum á Hvammstanga til bróður Ingibjargar kórstjóra.

Kórinn heldur þrenna tónleika nú í mars sem hefjast í Lindakirkju Kópavogs þann 22. mars, svo í félagsheimilinu Miðgarði í Skagafirði 27. mars og lýkur á heimaslóðum kórsins, í félagsheimili Hvammstanga, þann 29. mars. Má ætla að mikið stuð verði á tónleikunum sem hefjast allir kl. 21.00, en dagskráin inni- heldur tónlist sem spannar yfir 50 ára tímabil. Miðaverð er 5.000 krónur fyrir þá sem sjá fyrir sér að mæta. Ingimar segir kórinn einnig vera á leið vestur í Dali, en þau voru beðin um að syngja á Jörfagleðinni einhvern tíma í lok apríl. „Við hittumst annars einu sinni í viku á æfingum sem fara fram í Ásbyrgi á Laugarbakka fram að júlí þegar við förum í sumarfrí, enda margir að heyja,“ segir Ingimar, sem sjálfur er sauðfjárbóndi á Kjörseyri í Hrútafirði. Aldursbil hópsins er um sextíu ár og um afar fjölbreyttan hóp að ræða, kennarar, fjármálastjóri, rafvirkjar og heilir ellefu bændur auk tveggja sem eru með hesta sem aukabúgrein.

„Fiftí-fiftí skipting svo á milli þeirra sem búa á Hvammstanga og þeirra sem eru úti í sveitum, 150 km keyrsla fram og til baka fyrir þá sem koma lengst að,“ segir Ingimar. Hann er sjálfur alæta á tónlist og nýtur þess að syngja þau fjölbreyttu lög sem kórinn hefur verið að æfa. „Við höfum verið að taka sjö laga Bubba-syrpu, gömul og góð lög, svo rokkballöður, Abba, Tailor Swift, Skálmöld og bara hvað sem er í rauninni,“ lýkur hann máli sínu og mælir eindregið með því að fólk drífi sig í kór, enda öllum hollt að syngja af hjartans lyst.

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp
Líf og starf 25. apríl 2025

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp

Samtök ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa beint þeirri tillög...

Fótspor fyrri alda
Líf og starf 24. apríl 2025

Fótspor fyrri alda

Í kringum aldamótin síðustu stóð gult einlyft bárujárnshús á bæjarhól í Reykjaví...

Neytendur vilja vita um uppruna matar
Líf og starf 23. apríl 2025

Neytendur vilja vita um uppruna matar

Matland.is er vefmiðill og vefverslun sem sérhæfir sig í að fjalla um og selja í...

Bernhard og Kafka á íslensku
Líf og starf 23. apríl 2025

Bernhard og Kafka á íslensku

Ekki er ónýtt að hafa á síðustu vikum fengið í hendur nýjar öndvegisþýðingar á t...

Endurnýjanleg orka þema á degi Jarðar
Líf og starf 22. apríl 2025

Endurnýjanleg orka þema á degi Jarðar

Alþjóðlegur dagur Jarðar er 22. apríl. Sjónum er nú beint að endurnýjanlegri ork...

Uppskipun á áburði
Líf og starf 15. apríl 2025

Uppskipun á áburði

Einn af vorboðunum er innflutningur á tilbúnum áburði til túnræktar.

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan
Líf og starf 15. apríl 2025

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan

Bryndís Bolladóttir vakti fyrst athygli vegna hönnunar sinnar á Kúlunni, hljóðde...

Glæsileg vörn
Líf og starf 15. apríl 2025

Glæsileg vörn

Við sögðum í síðasta briddsþætti frá snjallri sagnvenju á Norðurlandamóti bridds...