Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ragnar tók á móti umhverfisviðurkenningunni fyrir hönd þeirra hjóna en hann er hér með Sigríði Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar.
Ragnar tók á móti umhverfisviðurkenningunni fyrir hönd þeirra hjóna en hann er hér með Sigríði Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 20. mars 2023

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023

Höfundur: Magnús Hlynur Hauksson

Ragnar Ragnarsson og Lisa Dombrowe hlutu umhverfisviðurkenningu Fjallabyggðar 2023, sem var veitt nýlega í fyrsta skipti.

Viðurkenningin er hugsuð sem hvatning og áminning til íbúa sveitarfélagsins Fjallabyggðar um að huga vel að umhverfinu og umgangast náttúru landsins af auðmýkt og á sjálfbæran hátt.

„Ragnar og Lísa hafa lyft sannkölluðu grettistaki varðandi hreinsun á rusli í Héðinsfirði og fá þau viðurkenninguna m.a. vegna þess,“ segir Sigríður Ingvarsdóttur, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Í greinargerð með viðurkenningunni segir meðal annars; „Þau Ragnar og Lísa hafa svo sannarlega sýnt frumkvæði með aðgerðum sem koma umhverfinu til góða og er með viðurkenningunni þakkað fyrir einstakt framtak, fórnfýsi og elju í þágu samfélagsins og náttúrunnar.“

Umhverfisviðurkenningin sjálf var í formi hrafns eftir Aðalheiði Sigríði Eysteinsdóttur listamann, en Aðalheiður var bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2022.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...