Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Bókin Ræktum býflugur er hægt að fá endurgjaldslaust á vefnum byfluga.is.
Bókin Ræktum býflugur er hægt að fá endurgjaldslaust á vefnum byfluga.is.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 7. júní 2024

Rafbók um býflugur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ingvar Sigurðsson, býflugnabóndi í Hveragerði, gefur út 130 síðna rit um býflugnaræktun.

Höfundurinn Ingvar Sigurðsson

Bókina verður hægt að nálgast endurgjaldslaust á vefsíðunni byfluga.is á næstu dögum. Ingvar segir í fréttatilkynningu að honum hafi fundist vanta aðgengilegar upplýsingar um býflugnaræktun á íslensku. Ritverkið er handbók um þau atriði sem þarf að hafa í huga við upphaf býræktunar, býkúpur, klæðnað, fóður, verkfæri og fleira. 

Lifandi verkefni

Ingvar segir hugmyndina vera þá að bókin verði opið verkefni sem geti þróast með tímanum. Lesendur geti því sent inn breytingartillögur og komið með ábendingar um efni sem hægt væri að bæta við. „Á þann hátt getur bókin stækkað og orðið að meira gagni með tíð og tíma,“ segir í fréttatilkynningunni.

Þá kemur fram að í bókinni sé farið yfir yfirvetrunaraðferðir sem hafi gefið góða raun á norrænum og köldum slóðum, eins og í norðanverðum Bandaríkjunum, Kanada, Rússlandi og víðar. Býflugnadauði hafi gert íslenskum bændum erfitt fyrir, en með réttum búnaði og aðferðum sé hægt að minnka afföllin verulega.

Hentar með landbúnaði

Jafnframt kemur fram að býflugnaræktun geti hentað með landbúnaði, en uppskera repjufræja geti aukist um fimmtán prósent í návígi við býflugnabú. Þeir sem rækti iðnaðarhamp geti safnað miklu frjói, sem sé verðmæt fæða. Þá skapi skógrækt góðar aðstæður fyrir býflugurnar.

Bókarhöfundurinn segist hafa unnið verkefnið í kyrrþey og upp á eigin spýtur. Hann sé ekki skráður í Býflugnaræktendafélagi Íslands, en sé hluti af litlum hóp ræktenda sem hafi flutt inn býflugur frá Álandseyjum. Frá árinu 2000 hefur hann viðað að sér miklum fróðleik um búgreinina og ræktað býflugur sjálfur frá 2019.

Skylt efni: býflugur

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...