Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Heimsmeistarinn indverski, Dommaraju Gukesh, en hann er einungis átján ára gamall.
Heimsmeistarinn indverski, Dommaraju Gukesh, en hann er einungis átján ára gamall.
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Dommaraju Gukesh og er frá Indlandi.

Hann er átjándi heimsmeistarinn í skák frá upphafi og er á sínu átjánda aldursári. Gukesh lagði fráfarandi heimsmeistara, Ding Liren frá Kína, að velli 7,5 - 6,5 með sigri í síðustu skákinni.

Fyrir fram höfðu flestir spáð Gukesh nokkuð öruggum sigri gegn Ding þar sem sá síðarnefndi hafði ekki sýnt góða frammistöðu við skákborðið að undanförnu og raunar mjög slaka miðað við að hann væri sitjandi heimsmeistari. Því kom það öllum á óvart þegar Ding vann fyrstu einvígisskákina í nóvember, þegar einvígið hófst. Eftir það jafnaðist taflið og Gukesh landaði titlinum fyrir rest.

Skákstigalega séð er Gukesh númer 5 í heiminum og Ding númer 22. Magnus Carlsen er enn þá kóngurinn, enda langstigahæsti skákmaður heims og líklegt að hann verði það eitthvað áfram.

Þess má geta að sá sem þetta skrifar er númer 91.699 á heimslistanum.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Hvítur á leik og mátar í tveim leikjum. Þrautin í dag er í léttari kantinum. Hvítur á leik og þarf að passa sig á að gera svartan ekki patt.
Ke2 !!!...og svartur á bara einn leik.
Kg1
Df2 mát !

Skylt efni: Skák

Vel melduð slemma
Líf og starf 5. nóvember 2025

Vel melduð slemma

Íslensk sveit, Iceland 1, náði frábærum árangri á World Bridge Tour stórmótinu í...

Landslið Íslands að tafli í Georgíu
Líf og starf 5. nóvember 2025

Landslið Íslands að tafli í Georgíu

Þegar þessi pistill er skrifaður er Evrópumót landsliða í fullum gangi. Gengi ís...

Merkjalýsing krefst réttinda
Líf og starf 4. nóvember 2025

Merkjalýsing krefst réttinda

Með breytingum á lögum um skráningu, merki og mat fasteigna sem tóku gildi í árs...

Ziggy Stardust
Líf og starf 4. nóvember 2025

Ziggy Stardust

Sagan segir að á Ziggy Stardust tímabilinu hafi David Bowie lifað á kókaíni, rau...

Kærkomið ljóðasafn
Líf og starf 31. október 2025

Kærkomið ljóðasafn

Útgáfusaga Guðrúnar Hannesdóttur ljóðskálds er merkileg. Fyrsta bók hennar kom ú...

Í fögrum dal
Líf og starf 30. október 2025

Í fögrum dal

Í Stafafellsfjöllum inn af Lóni í Austur-Skaftafellssýslu er Víðidalur. Þar hefu...

Jeppar í lífi þjóðar
Líf og starf 29. október 2025

Jeppar í lífi þjóðar

Út er komin bókin Jeppar í lífi þjóðar eftir Örn Sigurðsson. Þar bregður hann li...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 27. október 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn fær innblástur frá hinum ótrúlegustu stöðum og leiðist áfram af ster...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f