Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem afhenti Bryndísi Gunnlaugsdóttur og nýfæddri dóttur hennar og Hafsteins Valdimarssonar, Védísi, Vísnabókina í lok nýliðins árs en 34 börn og fjölskyldur þeirra fengu slíka gjöf frá Hveragerðisbæ árið 2024.
Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem afhenti Bryndísi Gunnlaugsdóttur og nýfæddri dóttur hennar og Hafsteins Valdimarssonar, Védísi, Vísnabókina í lok nýliðins árs en 34 börn og fjölskyldur þeirra fengu slíka gjöf frá Hveragerðisbæ árið 2024.
Mynd / mhh
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í viðkomandi sveitarfélagi gjafir í tilefni af fæðingunni og kunna foreldrar og fjölskyldur barnanna vel að meta gjafirnar.

Hveragerðisbær gefur til dæmis vísnabók, Dalvíkurbyggð gefur armband, Þingeyjarsveit gefur taubleyjupakka svo einhver sveitarfélög séu nefnd. Í Húnaþingi vestra færir sveitarstjórinn öllum nýburum sveitarfélagsins gjafapakka en árið 2024 reyndist þar metár í fæðingum þegar sautján nýir íbúar litu dagsins ljós.

„Með gjöfunum viljum við leggja áherslu á að Húnaþing vestra er fjölskylduvænt samfélag og tekur vel á móti okkar nýjustu íbúum. Ég hef í langflestum tilfellum farið með pakkann heim til fólks og skrifa alltaf kort með.

Gjafapakkinn frá Húnaþingi vestra, sem Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri sér um að færa börnunum og nýbökuðum foreldrum þeirra.

Það er gaman að hitta nýbakaða foreldra, stundum koma pabbarnir til dyra og mamman og barnið eru sofandi en stundum eru litlu krílin vakandi og ég fæ að kíkja aðeins á þau,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra.

Fríða Marý Halldórsdóttir á Hvammstanga er ein þeirra sem nýlega fengu gjöf frá sveitarfélaginu. „Nýburagjöfin er frábært framtak til að styðja við nýbakaða foreldra á svæðinu. Gjöfin var mjög flott og innihélt meðal annars samfellu, lambhúshettu frá 66°Norður, slefsmekk, snuð, fræðslubók og ýmislegt fleira nýtilegt fyrir fyrstu vikurnar með ungann. Þetta er virkilega vel gert og til fyrirmyndar hjá sveitarfélaginu,“ segir Fríða Marý. Henni og manni hennar, Kristjáni Ársælssyni, fæddist drengur í byrjun janúar en fyrir eiga þau dótturina Júlíu Jöklu, sem er þriggja ára.

Fríða Marý Halldórsdóttir og Kristján Ársælsson á Hvammstanga, með börnin sín, dótturina Júlíu Jöklu og óskírðan son sem fæddist 14. janúar. Mynd / Aðsend

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp
Líf og starf 25. apríl 2025

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp

Samtök ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa beint þeirri tillög...

Fótspor fyrri alda
Líf og starf 24. apríl 2025

Fótspor fyrri alda

Í kringum aldamótin síðustu stóð gult einlyft bárujárnshús á bæjarhól í Reykjaví...

Neytendur vilja vita um uppruna matar
Líf og starf 23. apríl 2025

Neytendur vilja vita um uppruna matar

Matland.is er vefmiðill og vefverslun sem sérhæfir sig í að fjalla um og selja í...

Bernhard og Kafka á íslensku
Líf og starf 23. apríl 2025

Bernhard og Kafka á íslensku

Ekki er ónýtt að hafa á síðustu vikum fengið í hendur nýjar öndvegisþýðingar á t...

Endurnýjanleg orka þema á degi Jarðar
Líf og starf 22. apríl 2025

Endurnýjanleg orka þema á degi Jarðar

Alþjóðlegur dagur Jarðar er 22. apríl. Sjónum er nú beint að endurnýjanlegri ork...

Uppskipun á áburði
Líf og starf 15. apríl 2025

Uppskipun á áburði

Einn af vorboðunum er innflutningur á tilbúnum áburði til túnræktar.

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan
Líf og starf 15. apríl 2025

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan

Bryndís Bolladóttir vakti fyrst athygli vegna hönnunar sinnar á Kúlunni, hljóðde...

Glæsileg vörn
Líf og starf 15. apríl 2025

Glæsileg vörn

Við sögðum í síðasta briddsþætti frá snjallri sagnvenju á Norðurlandamóti bridds...