Merkjalýsing krefst réttinda
Mynd / aðsend
Líf og starf 4. nóvember 2025

Merkjalýsing krefst réttinda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Með breytingum á lögum um skráningu, merki og mat fasteigna sem tóku gildi í ársbyrjun 2024 var gert ráð fyrir að því að þeir sem starfa við merkjalýsingar skuli hafa öðlast til þess leyfi með því að sækja námskeið og standast próf.

Margrét Hjálmarsdóttir, lögfræðingur frá Ærlæk í Öxarfirði, er ein þeirra sem sóttu fyrsta námskeiðið. Hún segir að áður en gerð var krafa um tiltekin réttindi hafi það einkum verið starfsmenn sveitarfélaga og verkfræðistofa sem sinntu vinnu í tengslum við landamerki.

Margrét segir merkjalýsingar sem slíkar nýjar af nálinni. Í reglugerð um merki fasteigna eru þær skilgreindar sem; „lýsing landfræðilegrar afmörkunar fasteignar eða landeignar með upplýsingum um eignamörk, upplýsingar um aðra skráningu fasteignar og réttindi tengd henni.“ Samkvæmt Húsnæðis og mannvirkjastofnun er 281 aðili sem hefur hlotið réttindi til merkjalýsinga.

Merkjalýsandi hlutlaus

„Merkjalýsandi hefur, samkvæmt lögum um skráningu og merki fasteigna heimild til þess að gera merkjalýsingar um landamerki milli jarða,“ segir Margrét. Þeir megi enn fremur stofna og sameina lóðir. „Merkjalýsandi er hlutlaus aðili sem vinnur fyrir landeiganda og þarf að gæta þess að safna saman öllum mögulegum og ómögulegum gögnum um landamerkin. Í því felst að skoða vel söguna, rýna í landamerkjabækur, dóma og margt fleira.

Þá þarf að hnitsetja ákveðna GPSpunkta á milli jarða. Því þarf að vera með réttan útbúnað til að taka þessi merki og nota gögnin til þess að lýsa landamerkjum jarðarinnar og draga upp afstöðumynd. Samstarf þarf að vera við þá sem eiga aðliggjandi jarðir því þeir verða að samþykkja hnitin og merkjalýsinguna.“

Kennileiti oft vandfundin

Samkvæmt bestu vitund Margrétar voru þeir sem sóttu námskeiðið mikið til með tækni- og verkfræðimenntun og einungis örfáir hafi verið með lögfræðibakgrunn. „Ég sé fyrir mér að þetta geti verið góður vettvangur fyrir lögfræðinga, því að þeirra þekking nýtist vel við lestur eldri landamerkjabréfa, dóma og uppsetningu merkjalýsingarinnar í samræmi við lög og reglur,“ segir Margrét. Hún viðurkennir þó að fyrst um sinn hafi verið talsverð áskorun að læra á tæknibúnaðinn sem fylgir starfinu.

Margrét segir oft hægara sagt en gert að skrá landamerki, því að kennileiti í gömlum landamerkjalýsingum séu oft vandfundin. „Kannski er talað um vörðu sem á að vera á ákveðnum stað. Svo fer maður á vettvang og það er hvergi stein að sjá og því ákveðinn hausverkur að sirka út hvar þessi varða hefur verið. Sumar af þessum landamerkjalýsingum lýsa merkjunum auk þess frekar gróflega og þá reynir á að finna farsæla og sanngjarna lendingu landeigenda um merkin.“

Vel melduð slemma
Líf og starf 5. nóvember 2025

Vel melduð slemma

Íslensk sveit, Iceland 1, náði frábærum árangri á World Bridge Tour stórmótinu í...

Landslið Íslands að tafli í Georgíu
Líf og starf 5. nóvember 2025

Landslið Íslands að tafli í Georgíu

Þegar þessi pistill er skrifaður er Evrópumót landsliða í fullum gangi. Gengi ís...

Merkjalýsing krefst réttinda
Líf og starf 4. nóvember 2025

Merkjalýsing krefst réttinda

Með breytingum á lögum um skráningu, merki og mat fasteigna sem tóku gildi í árs...

Ziggy Stardust
Líf og starf 4. nóvember 2025

Ziggy Stardust

Sagan segir að á Ziggy Stardust tímabilinu hafi David Bowie lifað á kókaíni, rau...

Kærkomið ljóðasafn
Líf og starf 31. október 2025

Kærkomið ljóðasafn

Útgáfusaga Guðrúnar Hannesdóttur ljóðskálds er merkileg. Fyrsta bók hennar kom ú...

Í fögrum dal
Líf og starf 30. október 2025

Í fögrum dal

Í Stafafellsfjöllum inn af Lóni í Austur-Skaftafellssýslu er Víðidalur. Þar hefu...

Jeppar í lífi þjóðar
Líf og starf 29. október 2025

Jeppar í lífi þjóðar

Út er komin bókin Jeppar í lífi þjóðar eftir Örn Sigurðsson. Þar bregður hann li...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 27. október 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn fær innblástur frá hinum ótrúlegustu stöðum og leiðist áfram af ster...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f