Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Anna María Björnsdóttir og Tumi Bjartur Valdimarsson vilja miðla til fólks hvaða áhrif líf- og ólífrænar vörur hafa á umhverfið.
Anna María Björnsdóttir og Tumi Bjartur Valdimarsson vilja miðla til fólks hvaða áhrif líf- og ólífrænar vörur hafa á umhverfið.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 3. febrúar 2025

Lífrænn lífsstíll hjartans mál

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Anna María Björnsdóttir, fulltrúi Lífræns Íslands, ásamt Tuma Bjarti Valdimarssyni kvikmyndagerðarmanni, hefur undanfarin ár unnið að heimildamynd sem ber nafnið Gróa og fjallar um að lífræn ræktun sé það sem koma skal.

Myndin var forsýnd í lok síðasta árs en í henni var litið til stöðu bæði ræktunar og bænda í greininni sem teljast í kringum 1 prósent hérlendis.

Aðspurð hvort grænmeti úr íslenskri grund sé ekki bara sjálfkrafa lífrænt, segir Anna María málið því miður ekki vera svo einfalt. Jarðvegurinn þurfi að vera heilbrigður og eingöngu notaður á hann lífrænn áburður. „Bændur sem standa í lífrænni ræktun safna og koma næringarefnum úr umhverfinu aftur inn í hringrásina, öfugt við línulega kerfið sem tilbúni áburðurinn byggir á. En heilt á litið er minna notað af eiturefnum á Íslandi en í mörgum öðrum löndum sem er mjög jákvætt. Hins vegar er það þessi gæðaeftirlitsvottun og staðfesting þriðja aðila á að ekki sé verið að nota eiturefni sem skiptir neytendur máli og að maturinn sé ræktaður í sátt við umhverfið. Eins og staðan er núna þarf að sækja um vottun og borga fyrir hana – og það er eitthvað sem aðgerðaáætlunin mun vonandi taka á, að slík vottun verði ókeypis, líkt og í Danmörku. Fólk sem er að leggja á sig heilmikla vinnu við lífræna ræktun eigi ekki að þurfa að borga fyrir gæðastimpilinn,“ segir Anna María.

Hún segir þeim Tuma báðum hjartans mál að fólk geri sér grein fyrir muninum á líf- og ólífrænum vörum og hvaða áhrif þær geta haft á menn og umhverfi. „Sýn hans á vinnslu myndarinnar gerði hana aðgengilegri fyrir áhorfendur, en hann kom með þá hugmynd að mér yrði fylgt meira eftir í myndinni, mín saga sögð og kynni mín af lífrænni neyslu.

Við vildum setja saman sögu sem yrði helst ekki í fyrirlestrarformi og þetta var lausnin, þó mér hafi ekki fundist þægilegt í fyrstu að hafa myndavél á mér í lengri tíma. Þetta urðu mjög raunverulegar tökur, ekki uppstilltar því hann hefur lag á að hverfa í skuggann og beita myndavélinni á það sem skiptir máli,“ segir Anna María að lokum.

Fyrir áhugasama er heimildarmyndin Gróa aðgengileg á Sjónvarpi Símans Premium.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 24. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn skal trúa því að plön hans og áætlanir munu ganga upp ef hann gætir ...

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg
Líf og starf 19. mars 2025

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg

Beikon kemur í mörgum útgáfum; misþykkt, missalt, misdýrt og stundum mislukkað. ...

Óskar Örn
Líf og starf 19. mars 2025

Óskar Örn

Nafn: Óskar Örn Rikardsson.

Virkni félagslífsins fyrir öllu
Líf og starf 18. mars 2025

Virkni félagslífsins fyrir öllu

Við heimskautsbauginn, rúma fjörutíu km frá landi, liggur nyrsta byggð Íslands, ...

Hressandi list í almannarýminu
Líf og starf 18. mars 2025

Hressandi list í almannarýminu

Á Skagaströnd mega skapandi einstaklingar leggja gjörva hönd að því að hressa up...

Nauðsyn samvinnu
Líf og starf 17. mars 2025

Nauðsyn samvinnu

Árið 2025 ýtir úr vör þungum róðri tískuiðnaðarins þar sem nýsköpun og sjálfbærn...

Úr sveit á sigurbraut
Líf og starf 17. mars 2025

Úr sveit á sigurbraut

Systkinin Árný Helga og Stefán Þór Birkisbörn voru meðal keppenda á Vetrarólympí...

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025
Líf og starf 17. mars 2025

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025

Íslandsmóti skákfélaga lauk um liðna helgi í Reykjavík. Skákdeild Fjölnis varð Í...