Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét sig ekki vanta í Laufskálarétt og söng svo undir tók í fjöllunum.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét sig ekki vanta í Laufskálarétt og söng svo undir tók í fjöllunum.
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 9. október 2015

Líf og fjör í Laufskálarétt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það gekk allt ljómandi vel í blíðskaparveðri,“ segir Atli Már Traustason, réttarstjóri í Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði, sem fram fór 26. september síðastliðinn. Um 400 fullorðin hross og „slatti af folöldum“, eins og Atli Már orðaði það, komu til réttar og er fjöldinn svipaður og verið hefur undanfarin ár. 

Fjöldi þeirra gesta sem fylgjast með réttarstörfum hefur vaxið „og virðist ekkert lát á, það er t.d. alltaf að aukast að útlendingar komi hér, ýmist til að fylgjast með og upplifa stemninguna eða til að taka þátt í smölum,“ segir hann. Lítið sé þó gert í að auglýsa viðburðinn. „Þetta hefur spurst út, við gerum ekki annað en að auglýsa réttardansleik í Svaðastaðahöll en þangað koma að jafnaði 1.600 til 1.700 manns og er mikið fjör.“

Fjöldinn álíka og á góðri bæjarhátíð

Atli Már segir að um 3.000 manns fylgist að jafnaði með Laufskálarétt og þó ekki sé um stærstu stóðrétt landsins að ræða þegar horft er til fjölda hrossa hefur hún vinninginn þegar að mannfjölda kemur. „Þetta er álíka og á góðri bæjarhátíð,“ segir hann.

 Öll gisting í Skagafirði er jafnan uppseld þessa helgi og þátttakendur dreifast víðar um norðanvert landið, dvelja í Húnavatnssýslu eða Eyjafirði. „Þessi helgi er mikilvæg fyrir samfélagið, ferðamannatímabilið er að fjara út á þessum tíma þannig að það er mikil lyftistöng að fá þennan fjölda inn á svæðið, einkum fyrir þá sem selja gistingu og veitingar,“ segir Atli Már.

Töluvert er um að útlendingar sækist eftir að komast með í smalamennsku og leigja þeir sér þá hest til fararinnar.  „Fólk er búið að panta með löngum fyrirvara.  Vonandi er þetta bara komið til að vera,“ segir hann.  

23 myndir:

Önundur bíldur og minnið sem mótar landið
Líf og starf 20. júní 2025

Önundur bíldur og minnið sem mótar landið

Í ágústmánuði árið 1880 kom Sigurður Vigfússon, gullsmiður og umsjónarmaður forn...

Gæðamatur er dýr í framleiðslu
Líf og starf 19. júní 2025

Gæðamatur er dýr í framleiðslu

Edward Carr, forseti írsku samvinnuhreyfingarinnar (ICOS) segir að gæðamatvara s...

Skákfélag Vestfjarða stofnað
Líf og starf 18. júní 2025

Skákfélag Vestfjarða stofnað

Þann 30. maí síðastliðinn var Skákfélag Vestfjarða formlega stofnað. Áður hafði ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 16. júní 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að vera varkár þegar kemur að óvæntum útgjöldum. Nú er tími til...

Flaggar ólíkum fánum daglega
Líf og starf 10. júní 2025

Flaggar ólíkum fánum daglega

Ólafur Sverrisson fánasafnari á 214 ólíka fána, bæði þjóðfána ásamt fánum sem ti...

Landsmótið 2025 og Bændablaðsleikurinn
Líf og starf 10. júní 2025

Landsmótið 2025 og Bændablaðsleikurinn

Landsmótið í skólaskák fór fram helgina 3.–4. maí. Mótið á um 50 ára sögu og er ...

Brot af glötuðum heimi og kennimörk fasismans
Líf og starf 6. júní 2025

Brot af glötuðum heimi og kennimörk fasismans

Þórhildur Ólafsdóttir sendi fyrr á árinu frá sér bókina Með minnið á heilanum se...

Óheppni spilarinn
Líf og starf 5. júní 2025

Óheppni spilarinn

Í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni sem fram fór 11.–13. apríl hitti ég ...