Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hér er Kristjana K. Jónsdóttir við verðlaunapeysuna sína, glæsileg peysa sem sómi er af.
Hér er Kristjana K. Jónsdóttir við verðlaunapeysuna sína, glæsileg peysa sem sómi er af.
Mynd / MHH
Líf og starf 22. júní 2018

Kristjana Jónsdóttir á Hvolsvelli prjónaði Lýðveldispeysuna 2018

Höfundur: MHH / HKr.
Yfir 20 peysur bárust prjónahönnunar­samkeppni í tilefni af 100 ára fullveldis Íslands. Voru þær allar til sýnis á Prjónagleðinni í samkomuhúsinu á Blönduósi sem fór fram dagana 8. til 10. júní.  
 
Kristjana K. Jónsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppninni á Fullveldispeysunni. „Markmiðið með Prjónagleðinni var að stefna saman reyndum og lítið reyndum prjónurum og ekki síst að draga allt þetta góða prjónafólk út úr hornum stofunnar til að sýna sig og sjá aðra. Einnig að deila reynslu og læra eitthvað nýtt,“ segir Jóhanna Erla Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Textílsetursins. 
 
Glöð og stolt segir sigurvegarinn
 
„Ég hef gaman af að prjóna og þá ekki alltaf eftir uppskriftum. Nú fór ég eftir þema keppninnar sem var að draga fram samlíkingu á milli fortíðar og nútíðar í menningu og sögu lands og þjóðar með tilvísun til fullveldis Íslands. Ég hugsaði þá um þjóðarblómið og landvættina og gróðurinn og spann þetta smá saman, útkoman var fyrsta sæti, sem ég er mjög glöð og stolt með,“ segir Kristjana Jónsdóttir, alltaf kölluð Sjana, en lopapeysan hennar vann í samkeppninni. 
 
Ásta G. Kristjánsdóttir hlaut önnur verðlaun en í umsögn dómnefndar um hennar peysu segir: 
„Peysan er með fallegu og kvenlegu sniði. Tæknilega vel útfærð og á baki peysunnar er rósaleppuprjón notað á áhugaverðan hátt.“
 
Svanhildur Bjarnadóttir hlaut þriðju verðlaun og segir þetta í umsögn dómnefndar: 
„Áhugavert snið, kvenleg flík sem vísar í íslenska kvenbúninginn. Flíkin er tæknilega vel og fallega útfærð á einfaldan hátt.“
 
Tilkynnt var um vinningshafana í hönnunarsamkeppninni á hátíðarkvöldverði Prjónagleðinnar á Hótel Blöndu. Eliza Reid forsetafrú upplýsti um verðlaunin og afhenti þau.
 
Textílsetur Íslands á Blönduósi hafði veg og vanda af Prjónagleðinni, ásamt nokkrum samstarfsaðilum.

11 myndir:

Lómur
Líf og starf 9. október 2024

Lómur

Lómur er náskyldur himbrimanum. Þeir eru báðir af brúsaætt og eru þeir einu tvei...

Vettlingar með norrænu mynstri
Líf og starf 8. október 2024

Vettlingar með norrænu mynstri

Vettlingar koma alltaf að góðum notum. Hvort sem er í leik eða starfi, alltaf er...

Kínverskt veitingahús opnað á Flúðum
Líf og starf 8. október 2024

Kínverskt veitingahús opnað á Flúðum

Kínverskur veitingastaður mun bráðlega opna á Flúðum.

Mikil spenna í úrslitaleiknum
Líf og starf 8. október 2024

Mikil spenna í úrslitaleiknum

Undanúrslit og úrslit Bikarkeppni BSÍ árið 2024 fóru fram um síðustu helgi í höf...

Nýting náttúruauðlindanna
Líf og starf 7. október 2024

Nýting náttúruauðlindanna

Í aldanna rás hafa Íslendingar lært að nýta ríkar náttúruauðlindir landsins til ...

Lindifura út úr kú
Líf og starf 7. október 2024

Lindifura út úr kú

Skógarsúkkulaði með lindifuruolíu er nýlunda á íslenskum súkkulaðimarkaði.

Siggi Dan gegn Sævari
Líf og starf 4. október 2024

Siggi Dan gegn Sævari

Í þessum skákpistli hefur áður verið birt skák sem Sigurður heitinn Daníelsson t...

Sýn féhirðis á sauðkindina:
Líf og starf 2. október 2024

Sýn féhirðis á sauðkindina:

Að bera fé: Afklæða kind. Aflafé: Kindur sem stunda veiðiskap. Áhættufé: Fífld...