Þrír efstu í A-flokki: Sverrir Möller, Ingvi Guðmundsson og Maríus Halldórsson, sem var efstur ásamt Mílu frá Hallgilsstöðum.
Þrír efstu í A-flokki: Sverrir Möller, Ingvi Guðmundsson og Maríus Halldórsson, sem var efstur ásamt Mílu frá Hallgilsstöðum.
Líf og starf 17. september 2024

Korkubikarinn féll í hlut nýliðans Kríu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Helgina 24.–25. ágúst sl. fór Landskeppni Smalahundafélags Íslands, SFÍ, fram að Ási í Vatnsdal í samstarfi við smalahundadeild Snata í Húnavatnssýslu.

Kría frá Hjartarstöðum hlaut, ásamt eiganda sínum Herdísi Erlendsdóttur, ungliðaverðlaun landskeppni SFÍ.

Besta tík mótsins var valin vinningshafi A-flokks, Míla frá Hallgilsstöðum, en hún fékk einnig Tígulsbikarinn sem veittur er þeim hundi sem fær flest stig í keppninni. Besti hundur móts var Bassi frá Hríshóli sem lenti í 2. sæti í A-flokki. Nýr farandbikar, í minningu Svans H. Guðmundssonar í Dalsmynni, var veittur af Höllu Guðmundsdóttur, ekkju Svans, en hann lést árið 2022. Svanur var virkur félagi SFÍ og lagði metnað sinn í að aðstoða þá sem voru að stíga sín fyrstu skref í þjálfun BC-fjárhunda. Bikarinn, sem nefnist Korkubikar eftir bestu tík Svans, fer til þess nýliðapars sem stendur sig best á landskeppni SFÍ. Að þessu sinni var það Herdís Erlendsdóttir með tíkina Kríu frá Hjartarstöðum sem fékk afhentan Korkubikarinn.

Að þessu sinni voru 17 hundar skráðir til keppni, í þremur flokkum, og dreifðist það nokkuð jafnt á milli flokka. Veðrið var í svipuðum stíl og það hefur verið þetta sumarið, talsverð bleyta og lítið sást til sólar, en keppendur létu það ekki á sig fá enda vanir að þurfa að smala í margbreytilegum veðrum.

Fjögur þúsund Októberstjörnur
Líf og starf 10. október 2024

Fjögur þúsund Októberstjörnur

Bleikur er orðinn einn einkennislitur október, þökk sé Bleiku slaufunni, árlegu ...

Lómur
Líf og starf 9. október 2024

Lómur

Lómur er náskyldur himbrimanum. Þeir eru báðir af brúsaætt og eru þeir einu tvei...

Vettlingar með norrænu mynstri
Líf og starf 8. október 2024

Vettlingar með norrænu mynstri

Vettlingar koma alltaf að góðum notum. Hvort sem er í leik eða starfi, alltaf er...

Kínverskt veitingahús opnað á Flúðum
Líf og starf 8. október 2024

Kínverskt veitingahús opnað á Flúðum

Kínverskur veitingastaður mun bráðlega opna á Flúðum.

Mikil spenna í úrslitaleiknum
Líf og starf 8. október 2024

Mikil spenna í úrslitaleiknum

Undanúrslit og úrslit Bikarkeppni BSÍ árið 2024 fóru fram um síðustu helgi í höf...

Nýting náttúruauðlindanna
Líf og starf 7. október 2024

Nýting náttúruauðlindanna

Í aldanna rás hafa Íslendingar lært að nýta ríkar náttúruauðlindir landsins til ...

Lindifura út úr kú
Líf og starf 7. október 2024

Lindifura út úr kú

Skógarsúkkulaði með lindifuruolíu er nýlunda á íslenskum súkkulaðimarkaði.

Siggi Dan gegn Sævari
Líf og starf 4. október 2024

Siggi Dan gegn Sævari

Í þessum skákpistli hefur áður verið birt skák sem Sigurður heitinn Daníelsson t...