Jarðrækt í Gunnarsholti
Björgvin Þór Harðarson frá Laxárdal sáir hér vornepju 15. apríl síðastliðinn í 24 hektara akur í Gunnarsholti. Framan á dráttarvélinni er svokallaður djúpvalti með jöfnunarborði. Fyrir aftan er sáðvél sem herfir, jafnar yfirborðið, leggur niður fræ og áburð, valtar og rakar létt yfir að lokum. Björgvin hefur náð miklum árangri í kornrækt og yrkir fjölda akra á Rangárvöllunum.