Að vera úti í náttúrunni er hollt fyrir líkama og sál. Hér er haustró og lygna í Mývatnssveit.
Að vera úti í náttúrunni er hollt fyrir líkama og sál. Hér er haustró og lygna í Mývatnssveit.
Mynd / sá
Líf og starf 4. september 2024

Hvers vegna fólki líður vel í náttúrunni

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Jörð, ár, fjöll og tré. Þögul gljúfur, iðandi lækir og gróskumiklar grænar lautir og garðar.

Ef þú verð tíma í náttúrunni hefur þú líklega tekið eftir því að þér líður betur þar en inni við. Hvers vegna skyldi það vera? Ein af þekktari kenningum þar um; biophilia- tilgátan, bendir til þess að við elskum náttúruna vegna þess að við höfum þróast í henni. Að við þörfnumst hennar fyrir sálræna vellíðan því þörfin sé skrifuð í DNA okkar. Þetta hljómar ekki ólíklega. Fleira er þó skoðunarvert. Hvað er það við náttúruna og samband okkar við hana sem gleður okkur og nærir svo mjög?

Bandaríski sálfræðingurinn Kris Abrams hefur velt þessu fyrir sér. Abrams nam vistfræði, óbyggða- og náttúrutengda meðferð. Á einkastofu sinni vinnur hún með skjólstæðingum úti í náttúrunni og sjálf ver hún þar eins miklum tíma og hún getur. Með því að nýta reynslu sína og kunnáttu í þessum efnum þróaði Abrams hugmyndir um lykilástæður fyrir vellíðan fólks í náttúrunni og heilunaráhrifum hennar.

„Náttúran læknar og hjálpar okkur að lifa merkingarbæru og gleðilegu lífi. Þetta eru ástæðurnar fyrir því að ég tel að við séum svo hamingjusöm í náttúrunni,“ segir Abrams.

Náttúran kennir að það er ekkert að þér

Þegar þú ert úti í náttúrunni þarftu ekki að horfa í spegil af neinu tagi. Í staðinn einbeitir þú þér annaðhvort að náttúrunni umhverfis þig eða því sem þú ert að aðhafast, t.d. að klifra, setja upp tjald eða garðyrkju. Rannsóknir sýna að líkamsímynd fólks batnar þegar við verjum tíma í náttúrunni og framangreint gæti verið hluti af því.

Þegar þú ert í einveru í náttúrunni, meðal vina eða ferðafélaga, færðu frið fyrir t.d. kynjamismunun, kynþáttafordómum, hómófóbíu, transfóbíu, stjórnmála- og dægurþrasi og fleiri uppsprettum kúgunar, fordóma og lítilsvirðingar sem grassera í samfélaginu.

Náttúran sýnir þér einmitt ótrúlegan fjölbreytileika í allri sinni dýrð. Það eru gild tré og krangaleg, lág og há. Inni í þyrpingu af gulum blómum gætirðu séð bleikt blóm ogáttaðþigáaðumeraðræða stökkbreytingu. Í náttúrunni höfum við ekki þörf fyrir að fella neikvæða dóma heldur dáumst að fjölbreytileika hennar. Þetta hefur áhrif á undirmeðvitund okkar til góðs.

Tíminn hægir á sér

Stress, frestir og ögurstundir, mældar með klukkustundum, mínútum og sekúndum, þetta gufar allt upp þegar við erum úti í náttúrunni. Klukkur stía okkur að jafnaði frá náttúrulegri hrynjandi líkama okkar og jarðarinnar, enda tifa þær eftir skipulagi efnahagskerfa þjóða öðru fremur. Það skapar mikla streitu.

Náttúran er í raun fyrirmynd hins heilbrigða lífs. Tré og plöntur vaxa h-æ-g-t. Sauðfé á fjalli bítur rólega. Smádýr þvælast um og það er eðlilegur hraði þeirra. Allt hreyfir sig í samræmi við eðlilegan takt og þú byrjar að gera það sama.

Nægtir

Menning okkar innrætir okkur að við höfum aldrei nóg. Við leitumst við að græða meira, kaupa fleiri hluti, borða dýrindis mat. Meginstraumsmenningin hvetur okkur líka til að hugsa sem minnst um hvernig ríkjandi ofneysla hefur áhrif á aðra, svo sem verkafólkið sem framleiðir föt okkar, eða fólk og dýr sem háð eru jafnvægi loftslagsins.

Aftur á móti felur vistkerfi í sér sátt og jafnvægi. Tré vaxa í hæð sem endurspeglar næringarefni og það vatn sem er tiltækt. Íkornar geyma til dæmis rétt magn af mat til að lifa veturinn af. (Ímyndaðu þér hversu fáránlegt það væri ef íkornar myndu reikna með að hnetusöfnun þeirra yxi í veldishraða án nokkurrar fyrirhafnar af þeirra hálfu – eins og við gerum með fjárfestingar okkar!) Að vera kyrrlátt vitni að jafnvægi og samspili vistkerfis er eins og græðismyrsl í opna und ofneyslunnar.

Eftirgjöf þæginda og stjórnar

Menning okkar heldur á lofti þeirri skaðlegu mýtu að við eigum að leitast við að hafa allt eins þægilegt og mögulegt er, gera lífið eins létt og ánægjulegt og frekast er unnt og snúast öndverð við hvers konar erfiðleikum. Ekkert hefur gert fólk eins óhamingjusamt og þetta. Við getum einfaldlega ekki alltaf verið ánægð eða haft það gott. Við getum ekki stjórnað öllu. Að reyna að ná varanlegum þægindum og stjórn á ytri aðstæðum leiðir til daufs, tilgangslauss lífs sem slævir sálina.

Náttúran kallar þig aftur til raunveruleikans. Þú getur ekki komið í veg fyrir að það rigni, getur ekki flýtt sólinni. Þú getur ekki stillt hitastigið í þægilegar 22 gráður. Ef þú ert að klífa fjall mun þig verkja í alla vöðva. Að afsala sér meintu taumhaldi á öllum sköpuðum hlutum fylgir geysilegur léttir. Þú vaknar sem af draumi og áttar þig á því hversu litla stjórn þú hefur í raun og veru. Þú meðtekur að erfiðleikar og skortur á stjórn eru hluti af lífinu og að samþykkja þann veruleika gerir lífið ekki aðeins þolanlegt, heldur eykur mögulega einnig gleðina yfir að fá að lifa.

Náttúran minnir á hringrás lífs og dauða

Í vestrænum samfélögum gerum við allt sem við getum til að forðast þá vitneskju að við, og allir sem við elskum, munu deyja. Í náttúrunni gengur maður hvarvetna fram á dauð tré sem eru ungum sprotum til næringar og lífs. Þú gengur í gegnum brunasvæði og sérð villt blóm dafna í nýauðguðum jarðveginum. Þú gætir jafnvel séð dýrahræ.

Þegar við stöndum augliti til auglitis við dauðann kunnum við betur að meta eigið líf og andrána og upplifum mikla gleði yfir að vera til. Þeir sem lifað hafa af krabbamein þekkja þennan sannleika vel af harkalegum kynnum við dauðann. Náttúran tengir okkur inn í veruleika hringrásar lífs og dauða.

Þegar hávaði hinnar brjáluðu nútímamenningar hverfur

Hugur þinn róast og þú upplifir þögn og kyrrð. Þvílíkur léttir! Ekki þarf að segja neitt um þetta frekar.

Fegurð náttúrunnar

Hvernig er slík tign möguleg? Mikill er styrkur þess fjalls sem staðið hefur þarna í öll þessi ár. Kraftaverk hins eina blóms, inngeislun sólarljóssins. Kynngi eins trés, með rætur djúpt í jörðu, sem teygir sig til himins og ber þögult vitni um heiminn í kringum sig. Þú finnur til lotningar og gleði og ert aftur heil manneskja.

Að rifja upp tenginguna við allar aðrar lífverur

Þér finnst þú tilheyra þessari jörð. Að þú sért hluti af samfélagi náttúrunnar. Þú ert úr sama efninu og veist í hjarta þínu að þú ert hvorki betri – né verri – en fuglinn, tréð eða næsti maður sem gengur sömu leið og þú.

Þú manst hver þú ert í raun og veru

Þér líður vel í eigin skinni. Þú upplifir eigin kyrrláta frið og styrk, þú skynjar þinn sanna innri mann. Gríman sem þú jafnan berð í samfélaginu er þýðingarlaus og ónauðsynleg og þú lætur hana falla.

Þú upplifir hið kynngimagnaða

Hvort sem þú kallar hana himneska, guðs græna, undur, móður eða öðru nafni þá hjálpar náttúran þér að tengjast þessari kraftmiklu, elskandi nærveru. Þú gætir fundið fyrir þessari nærveru elska þig og styðja. Þú gætir orðið aðnjótandi leiðsagnar og visku. Náttúran færir þig nær eigin sál og eilífðinni.

EcoWatch. Þýtt og staðfært/sá

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins, eða öllu heldur haustsins, að líta dagsins ljó...

Ullarvika á Suðurlandi
Líf og starf 11. september 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi er nú haldin í þriðja sinn. Að Ullarvikunni standa Feldfj...

Sandlóa
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðló...

Berjaflóra Íslendinga
Líf og starf 10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Ber eru nú í óðaönn að stinga upp kollinum og alltaf notalegt að fara eins og ei...

Brögðóttur Aðalsteinn
Líf og starf 10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Briddssveitir Infocapital og Hótel Norðurljósa tókust á í höfuðstöðvum Bridgesam...

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu
Líf og starf 9. september 2024

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu

Nú þykir einhverjum fyrirsögnin sérkennileg, enda ef við hugsum okkur húð- eða h...

Að brúka bekki
Líf og starf 9. september 2024

Að brúka bekki

Nýverið kortlagði Vestmannaeyjabær tvær gönguleiðir þar sem tryggt er að ekki sé...

„Við vorum ekki Akureyringar“
Líf og starf 6. september 2024

„Við vorum ekki Akureyringar“

Rit Sögufélags Eyfirðinga, Súlur, er komið út og færir fjölbreytt efni að venju ...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun