Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Mynd / ál
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

„Þetta er alltaf hjá syni mínum og það er hamborgar- hryggur. Hann er búinn að finna system til að elda þetta á grillinu. Þetta er svolítið bragðmeira.“ Sigrún Gísladóttir.

„Það er hreindýrakjöt af því ég er búinn að veiða hreindýr í mörg ár og það er vel við hæfi að borða það.“ Ásmundur Guðnason.

„Yfirleitt fæ ég mér bara svínahrygg af því að mamma og pabbi velja það.“ Bjarki Hrafn Ívarsson.

„Hangikjöt og meðlæti. Í forrétt erum við með hreindýrapaté og í eftirrétt er oftast ís. Þetta er gömul hefð frá heimilum foreldra minna.“ Kristín Ósk Magnúsdóttir.

„Forrétturinn er humarsúpa. Síðan er aðalrétturinn hamborgarhryggur. Svo erum við oftast með bollakökur í eftirrétt með heimagerðum ís. Þetta hefur alltaf verið borðað á mínu heimili.“ Ísak Pétursson.

„Það verður humar og beef wellington. Af því ég er orðinn leiður á svínakjötinu.“ Árni Björn Ingvarsson.

„Við borðum kjúkling í tómatasósu frá El Salvador, þaðan sem ég kem. Við gerum einnig brauð og berum fram salat, kúrbít og tómata.“ Sofia Galdamez.

„Ég er með purusteik að norskum sið. Það er af því að þegar ég byrjaði að búa bjó ég úti í Noregi og datt ekkert annað í hug.“ Sigurjón Hallgrímsson.

„Ég held að það sé hryggur. Mamma og pabbi velja það.“ Óskar Freyr Böðvarsson.

„Það verða sennilega rjúpur í jólamatinn. Það er gamall vani.“ Skúli Guðmundsson.

„Það er ekki alveg búið að ákveða það. Við erum alltaf með mismunandi. Líklega nautalund.“ Sesselía Dagbjört Gunnarsdóttir.

„Ég er mjög hrifinn af sveppasúpu sem er algeng í Póllandi. Mig langar líka í hamborgarhrygg, en ég hef aldrei prófað íslenskan jólamat.“ Matheus Krawczuk.

15 myndir:

Æfingaprógramm með Proust
Líf og starf 24. júní 2025

Æfingaprógramm með Proust

Tunglið forlag setti í loftið nýjan bókaflokk undir heitinu Svarthol á Bókmennta...

Tónlistardagskrá í allt sumar
Líf og starf 24. júní 2025

Tónlistardagskrá í allt sumar

Það mun allt iða af lífi og fjöri á Sólheimum í Grímsnes- og Grafningshreppi í s...

Sögusetur íslenska fjárhundsins opnað
Líf og starf 24. júní 2025

Sögusetur íslenska fjárhundsins opnað

Eftir tveggja og hálfs árs undirbúning er búið að opna Sögusetur íslenska fjárhu...

Hrærður, ekki hristur
Líf og starf 23. júní 2025

Hrærður, ekki hristur

Það eru tvær og nákvæmlega tvær útgáfur af íslensku sumri; sú ákjósanlega er að ...

Kerfissigur á NM
Líf og starf 23. júní 2025

Kerfissigur á NM

Íslandi gekk ekki sem skyldi á Norðurlandamótinu í bridds sem fram fór á Laugarv...

Önundur bíldur og minnið sem mótar landið
Líf og starf 20. júní 2025

Önundur bíldur og minnið sem mótar landið

Í ágústmánuði árið 1880 kom Sigurður Vigfússon, gullsmiður og umsjónarmaður forn...

Gæðamatur er dýr í framleiðslu
Líf og starf 19. júní 2025

Gæðamatur er dýr í framleiðslu

Edward Carr, forseti írsku samvinnuhreyfingarinnar (ICOS) segir að gæðamatvara s...

Skákfélag Vestfjarða stofnað
Líf og starf 18. júní 2025

Skákfélag Vestfjarða stofnað

Þann 30. maí síðastliðinn var Skákfélag Vestfjarða formlega stofnað. Áður hafði ...