Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Höfundur Yarm fékk titilinn handverksmaður ársins
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 10. september 2018

Höfundur Yarm fékk titilinn handverksmaður ársins

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Fjölmenni sótti árlega Handverkshátíð sem haldin var á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit í ágúst. 
Líkt og undanfarin ár var tilkynnt um þrjá verðlaunahafa,  en verðlaun eru jafnan veitt fyrir fallegasta básinn, nýliða ársins og handverksmann ársins.
 
Tilnefndir fyrir fallegasta básinn voru: Dottir, Vagg og velta, og Aldörk og var það Aldörk sem stóð uppi sem verðlaunahafi. Tilnefndir sem nýliði ársins voru: Aldörk, Yarm og Íslenskir leirfuglar og voru það Íslenskir leirfuglar sem hlutu verðlaunin. Að lokum var það handverksmaður ársins, tilnefndir voru: Þórdís Jónsdóttir – handbróderaðir púðar, Ásta Bára og Ragney og Yarm. Það var Yarm sem fékk titilinn handverksmaður ársins 2018.
 
Í dómnefnd voru Bryndís Símonardóttir, Einar Gíslason og Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir. Verðlaunagripirnir voru glæsileg eldsmíðuð pitsahjól, smíðuð af eldsmiðnum Beate Stormo, sem er búsett í Eyjafirði.
 
Félagið Beint frá býli var þátttakandi á Bændamarkaði Handverks­hátíðar, félagið var stofnað árið 2008 og  heldur því upp á tíu ára afmæli sitt á árinu. Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi.
 
Glímusamband Íslands sýndi gestum Handverkshátíðarinnar helstu tökin í glímu og bauð svo fólki að prufa. Sýning sambandsins þótti stórglæsileg og bauðst gestum að fylgjast með flottum töktum. 
 
Búsaga, búnaðarsögusafn tók þátt eins og fyrri ár. Þema sýningar Búsögu var heyskapur í hundrað ár. Á sýningunni gaf að líta amboð, heyvinnuvélar fyrir hest og síðan dráttarvélar og þróun búnaðar fyrir heyskap á síðustu öld og fram á þessa. Mjög margir komu að skoða vélarnar og keyptu dagatal Búsögu 2019 sem prýtt er fjölda mynda af búvélum. 

10 myndir:

Berjaflóra Íslendinga
Líf og starf 10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Ber eru nú í óðaönn að stinga upp kollinum og alltaf notalegt að fara eins og ei...

Brögðóttur Aðalsteinn
Líf og starf 10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Briddssveitir Infocapital og Hótel Norðurljósa tókust á í höfuðstöðvum Bridgesam...

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu
Líf og starf 9. september 2024

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu

Nú þykir einhverjum fyrirsögnin sérkennileg, enda ef við hugsum okkur húð- eða h...

Að brúka bekki
Líf og starf 9. september 2024

Að brúka bekki

Nýverið kortlagði Vestmannaeyjabær tvær gönguleiðir þar sem tryggt er að ekki sé...

„Við vorum ekki Akureyringar“
Líf og starf 6. september 2024

„Við vorum ekki Akureyringar“

Rit Sögufélags Eyfirðinga, Súlur, er komið út og færir fjölbreytt efni að venju ...

Teflt á netinu
Líf og starf 6. september 2024

Teflt á netinu

Vinsældir netskákar náðu hámarki á Covid- tímunum og vinsælasti vefurinn, chess....

TTK, Tik Tok og skyr
Líf og starf 4. september 2024

TTK, Tik Tok og skyr

Haustið er farið að banka ansi hraustlega á gluggann hjá okkur flestum og hitatö...

Hvers vegna fólki líður vel í náttúrunni
Líf og starf 4. september 2024

Hvers vegna fólki líður vel í náttúrunni

Jörð, ár, fjöll og tré. Þögul gljúfur, iðandi lækir og gróskumiklar grænar lauti...

Brögðóttur Aðalsteinn
10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði
10. september 2024

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði

Manstu vorið?
10. september 2024

Manstu vorið?

Berjaflóra Íslendinga
10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Af hverju lífræni dagurinn?
10. september 2024

Af hverju lífræni dagurinn?