Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Heydreifikerfi
Mynd / Myndasafn Bændablaðsins
Líf og starf 5. febrúar 2025

Heydreifikerfi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Heydreifikerfi á bænum Hæli í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Heydreifikerfi urðu vinsæl á níunda áratugnum og þóttu eitt mætasta tækið í tæknilegri framþróun. Rafmagnseftirlit ríkisins hafði vaðið fyrir neðan sig og birti grein í blaðið Feyki árið 1987 með titlinum „Hættur af rafmagni samfara heyverkun“. Þar kom m.a. fram: „Ef heydreifikerfi er notað við hirðingu, þarf að hafa góða gát á blástursrananum, sem dregst sundur og saman samkvæmt kerfi, sem búnaðurinn er tengdur. Utan á rananum liggur raflögnin í lykkjum. Til styrktar rananum eru vírlykkjur, sem einnig hreyfast með honum. Fyrir kemur, að raflögnin flækist í vírlykkjunum með þeim afleiðingum að hún skaddast eða slitnar.“ Mikið var um tölvutengdar nýjungar á þessum árum og kynnir eitt fremsta innflutnings- og þjónustufyrirtæki markaðarins, Globus, sjálfvirkt heydreifikerfi á síðum Tímans árið 1980. Í kynningunni var sérstaklega tekið fram að „þetta tölvustýrða heydreifikerfi sem er það fullkomnasta á markaðnum er fyrir allar stærðir af hlöðum“.

Torfalækjarhreppur var annars sjálfstætt sveitarfélag fram til ársins 2005 er það sameinaðist nokkrum öðrum hreppum sýslunnar í Húnavatnshreppi. Í bókinni Úr sveitinni, Saga og ábúendur Torfalækjarhrepps í Austur-Húnavatnssýslu, má vel fræðast um staðinn sem státar af hvorki meira né minna en
fimmtán manns sem fengið hafa fálkaorðuna. Geri aðrir betur.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 24. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn skal trúa því að plön hans og áætlanir munu ganga upp ef hann gætir ...

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg
Líf og starf 19. mars 2025

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg

Beikon kemur í mörgum útgáfum; misþykkt, missalt, misdýrt og stundum mislukkað. ...

Óskar Örn
Líf og starf 19. mars 2025

Óskar Örn

Nafn: Óskar Örn Rikardsson.

Virkni félagslífsins fyrir öllu
Líf og starf 18. mars 2025

Virkni félagslífsins fyrir öllu

Við heimskautsbauginn, rúma fjörutíu km frá landi, liggur nyrsta byggð Íslands, ...

Hressandi list í almannarýminu
Líf og starf 18. mars 2025

Hressandi list í almannarýminu

Á Skagaströnd mega skapandi einstaklingar leggja gjörva hönd að því að hressa up...

Nauðsyn samvinnu
Líf og starf 17. mars 2025

Nauðsyn samvinnu

Árið 2025 ýtir úr vör þungum róðri tískuiðnaðarins þar sem nýsköpun og sjálfbærn...

Úr sveit á sigurbraut
Líf og starf 17. mars 2025

Úr sveit á sigurbraut

Systkinin Árný Helga og Stefán Þór Birkisbörn voru meðal keppenda á Vetrarólympí...

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025
Líf og starf 17. mars 2025

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025

Íslandsmóti skákfélaga lauk um liðna helgi í Reykjavík. Skákdeild Fjölnis varð Í...