Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Íslandsdeild Samtaka um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri. Fv. Aðalsteinn Sigurgeirsson, Guðrún Hulda Pálsdóttir, Þorsteinn Tómasson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Erna Bjarnadóttir og Sigurður Eyþórsson.
Íslandsdeild Samtaka um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri. Fv. Aðalsteinn Sigurgeirsson, Guðrún Hulda Pálsdóttir, Þorsteinn Tómasson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Erna Bjarnadóttir og Sigurður Eyþórsson.
Líf og starf 11. desember 2024

Heimskautalandbúnaður í breyttum heimi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Dagana 23.–25. september 2025 verður 12. alþjóðlega ráðstefnan um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri haldin í Tromsö í Norður- Noregi.

Ráðstefnan er haldin á vegum Samtaka um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri (Circumpolar Agricultural Association, CAA).

Landbúnaður á jaðarsvæðum í norðri

Samtök um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri, (CAA), voru stofnuð árið 1995 en markmið þeirra er fyrst og fremst að skipuleggja reglulegar landbúnaðarráðstefnur.

Samtökunum er ætlað að skapa samræðuvettvang hagaðila og fræðasamfélags um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri á breiðum grundvelli.

Óskað eftir þátttakendum

Þátttakendur ráðstefnunnar koma víða að; vísindamenn og bændur, starfsmenn stjórnsýslu, hagsmunaaðila, samvinnufélaga, fyrirtækja, fulltrúar frumbyggjasamtaka og ráðgjafar á ýmsum sviðum.

Stefnt er að þátttöku allra þessara hópa á ráðstefnunni í Noregi.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „Heimskautalandbúnaður í breyttum heimi“ og er skipulögð af NIBIO – Norwegian Institute of Bioeconomy. Nú hefur verið kallað eftir útdráttum fyrir möguleg erindi sem munu móta efnistök ráðstefnunnar.

Frestur til að senda inn „abstract“ er til 25. febrúar 2025 og skal senda þau á netfang ráðstefnunnar, CAC2025@nibio.no.

Íslandsdeild stofnuð

Formaður Íslandsdeildar CAA nú er Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá MS, og geta áhugasamir um samtökin og ráðstefnuna einnig snúið sér til hennar með fyrirspurnir. Netfang hennar er ernab@ms.is.

Aðrir í stjórn eru Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins, Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við LbhÍ, Aðalsteinn Sigurgeirsson, sérfræðingur hjá Landi og skógi, og Sigurður Eyþórsson, sérfræðingur í matvælaráðuneytinu.

Þorsteinn Tómasson, einn af stofnendum CAA, er stjórninni til ráðuneytis.

Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC
Líf og starf 20. janúar 2025

Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC

Það ríkti engin lognmolla í skákheiminum á milli jóla og nýárs. Heimsmeistaramót...

Janúar er mánuður briddsins
Líf og starf 17. janúar 2025

Janúar er mánuður briddsins

Fjölmörg briddsmót fóru fram um jólin hér og þar um landið. Sums staðar þóttu br...

Kría – barnapeysa
Líf og starf 17. janúar 2025

Kría – barnapeysa

Peysan er prjónuð úr einföldum Þingborgarlopa og einum þræði af LoveStory saman....

Bústörf yfir hávetur
Líf og starf 15. janúar 2025

Bústörf yfir hávetur

Verkefni bænda halda áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og lögbundna frídaga. Hér eru...

Heimabakað brauð
Líf og starf 15. janúar 2025

Heimabakað brauð

Brauðbakstur er merkilega einföld iðja en um leið afskaplega flókin. Hveiti, vat...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 13. janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn stígur gætilega til jarðar þessi fyrstu skref ársins, uppfullur forv...

Stiklað á stóru
Líf og starf 9. janúar 2025

Stiklað á stóru

Bændablaðið kom tuttugu og þrisvar sinnum út árið 2024. Hér eru endurbirtar sjö ...

Álft
Líf og starf 8. janúar 2025

Álft

Álft er stærsti fuglinn okkar. Fullorðin álft getur orðið 10 kg og vænghafið 2,2...