Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Hnúfubakar eru farnir að sjást í auknum mæli í Ísafjarðardjúpi á meðan mjög fáar hrefnur hafa sést í hvalarannsóknum.
Hnúfubakar eru farnir að sjást í auknum mæli í Ísafjarðardjúpi á meðan mjög fáar hrefnur hafa sést í hvalarannsóknum.
Mynd / Todd Cravens
Líf og starf 25. apríl 2025

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samtök ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa beint þeirri tillögu til atvinnuvegaráðherra að Ísafjarðardjúp verði skilgreint sem griðasvæði hvala með reglugerð.

Þar segir að á undanförnum árum hafi byggst upp fjölbreytt ferðaþjónusta í og við Ísafjarðardjúp og er skipulögð hvalaskoðun frá Ísafirði hluti af því. Þá hafa fyrirtæki sem annast siglingar með ferðamenn um svæðið notið þess að hnúfubakur er í auknum mæli farinn að láta sjá sig í Ísafjarðardjúpi.

Í lok síðasta árs var gefið út veiðileyfi fyrir allt að 217 hrefnur árlega til minnst fimm ára. Í áðurnefndu erindi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Hvalaskoðunarsamtakanna (Icewhale) segir að hrefnuveiðimenn hafi lýst því yfir að veiðarnar muni fara fram í og við Ísafjarðardjúp. SAF og Icewhale segja einungis tvær hrefnur hafa sést í hvalarannsóknum í Ísafjarðardjúpi á tímabilinu júní til september í fyrra.

Í erindinu er bent á að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafi árið 2017, þegar hún var landbúnaðarog sjávarútvegsráðherra, stækkað griðasvæði hvala í Faxaflóa umtalsvert í framhaldi af ósk Icewhale. Bent er á að fleiri fordæmi séu fyrir griðasvæðum hvala, meðal annars í Steingrímsfirði, Eyjafirði og við Skjálfanda.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur rætt erindið á sínum fundi og bókað eftirfarandi: „Bæjarráð Ísafjarðarbæjar getur tekið undir að hvalveiðar og hvalaskoðun eigi illa samleið ef ekki er hugað að sambúð þessara atvinnugreina. Bæði minnkar það sem af er tekið, en einnig geta veiðarnar, löndun og verkun haft neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna. Ein leið er að stofna griðasvæði eins og bréfritarar leggja upp með, en einnig má hugsa sér aðrar takmarkanir í tíma eða rúmi.“

Skylt efni: ferðaþjónusta

Vel melduð slemma
Líf og starf 5. nóvember 2025

Vel melduð slemma

Íslensk sveit, Iceland 1, náði frábærum árangri á World Bridge Tour stórmótinu í...

Landslið Íslands að tafli í Georgíu
Líf og starf 5. nóvember 2025

Landslið Íslands að tafli í Georgíu

Þegar þessi pistill er skrifaður er Evrópumót landsliða í fullum gangi. Gengi ís...

Merkjalýsing krefst réttinda
Líf og starf 4. nóvember 2025

Merkjalýsing krefst réttinda

Með breytingum á lögum um skráningu, merki og mat fasteigna sem tóku gildi í árs...

Ziggy Stardust
Líf og starf 4. nóvember 2025

Ziggy Stardust

Sagan segir að á Ziggy Stardust tímabilinu hafi David Bowie lifað á kókaíni, rau...

Kærkomið ljóðasafn
Líf og starf 31. október 2025

Kærkomið ljóðasafn

Útgáfusaga Guðrúnar Hannesdóttur ljóðskálds er merkileg. Fyrsta bók hennar kom ú...

Í fögrum dal
Líf og starf 30. október 2025

Í fögrum dal

Í Stafafellsfjöllum inn af Lóni í Austur-Skaftafellssýslu er Víðidalur. Þar hefu...

Jeppar í lífi þjóðar
Líf og starf 29. október 2025

Jeppar í lífi þjóðar

Út er komin bókin Jeppar í lífi þjóðar eftir Örn Sigurðsson. Þar bregður hann li...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 27. október 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn fær innblástur frá hinum ótrúlegustu stöðum og leiðist áfram af ster...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f