Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC
Mynd / Andras Kontokanis
Líf og starf 20. janúar 2025

Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Það ríkti engin lognmolla í skákheiminum á milli jóla og nýárs. Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák fór fram í New York og segja má að taflmennskan sjálf hafi orðið undir í fyrirsögnunum meðan á mótinu stóð.

Magnus Carlsen var rekinn úr atskákmótinu vegna undarlegra gallabuxnareglna hjá FIDE. Málið vakti mikla athygli og margir töldu FIDE ganga of langt í smámunasemi. Svo fór að sættir náðust og Magnus tók
þátt í hraðskákkeppninni og tefldi til úrslita við Ian Nepomniachtchi (Nepo).

Þegar illa gekk að ná í hrein úrslit stakk Magnus upp á því að þeir myndu einfaldlega skipta titlinum sín á milli, sem FIDE samþykkti. Væntanlega hefur FIDE ekki viljað rugga bátnum neitt frekar þegar kemur að Carlsen, eftir að friðarsamningar á milli Magnusar og FIDE náðust í kjölfar gallabuxnafársins.

Það er fordæmalaust að tveir skákmenn skipti á milli sín titli í skák, en það hefur þó gerst einu sinni á Ólympíuleikum að tveir sigurvegarar séu krýndir.

Annað sem vakti mikla athygli á mótinu í New York voru endalok skákar Vassily Ivanchuk og Daniel Naroditsky þar sem sá fyrrnefndi féll á tíma með hálfunna stöðu. Ivanchuk brast í grát við skákborðið sem var mjög átakanlegt að horfa á. Skákin getur verið harður skóli.

Magnus Carlsen giftist síðan sinni heittelskuðu Ella Victoria Malone 4. janúar sl. í Holmenkollen-kirkjunni í Noregi. Ekki er umsjónarmanni kunnugt um hvort Victoria kunni mannganginn, en Magnús var a.m.k. ekki í gallabuxum.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband, Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Hvítur mátar í tveimur leikjum. Skákþrautin í dag er í léttari kantinum. Db8+ Rxb8 (sem er þvingaður leikur). Hd8 mát!

Skylt efni: Skák

Hoppar þú um berrassaður?
Líf og starf 12. febrúar 2025

Hoppar þú um berrassaður?

Þorrablót, sólarkaffi, bónda- og konudagar eru sitthvað sem landinn hefur glatt ...

Unglingaafgangahrísgrjónasteikarhræra
Líf og starf 12. febrúar 2025

Unglingaafgangahrísgrjónasteikarhræra

Hvað á að gera við alla litlu afgangana? Þessa sem duga varla upp í nös á ketti ...

Eru neyðarbirgðir á þínu heimili?
Líf og starf 10. febrúar 2025

Eru neyðarbirgðir á þínu heimili?

Stjórnvöld hafa tilkynnt að gefnar verði út leiðbeiningar innan tíðar um hvaða n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. febrúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að hafa eitt í huga ofar öllu og það er að vera skýr í hugsun. ...

Kraftur í nýnorrænni matargerð
Líf og starf 5. febrúar 2025

Kraftur í nýnorrænni matargerð

Blásið hefur verið nýju lífi í nýnorræna matargerðarhreyfingu í takt við nýja tí...

Heydreifikerfi
Líf og starf 5. febrúar 2025

Heydreifikerfi

Heydreifikerfi á bænum Hæli í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Heydrei...

Skálholtsdómkirkja í sýndarveruleika
Líf og starf 4. febrúar 2025

Skálholtsdómkirkja í sýndarveruleika

Nú er hægt að ganga um Skálholtsdómkirkju í Bláskógabyggð í sýndarveruleika.

Lífrænn lífsstíll hjartans mál
Líf og starf 3. febrúar 2025

Lífrænn lífsstíll hjartans mál

Anna María Björnsdóttir, fulltrúi Lífræns Íslands, ásamt Tuma Bjarti Valdimarssy...