Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Nýrri og mikilvægri gjöf fagnað: F.v. Elínborg Sigurðardóttir, Guðrún Þórðardóttir, Dagmar Elín Sigurðardóttir, Björk Steindórsdóttir, Linda B. Sverrisdóttir, Þórný Jóhannsdóttir, Jenný Jóakimsdóttir og Ágústa Magnúsdóttir.
Nýrri og mikilvægri gjöf fagnað: F.v. Elínborg Sigurðardóttir, Guðrún Þórðardóttir, Dagmar Elín Sigurðardóttir, Björk Steindórsdóttir, Linda B. Sverrisdóttir, Þórný Jóhannsdóttir, Jenný Jóakimsdóttir og Ágústa Magnúsdóttir.
Mynd / KÍ
Líf og starf 28. október 2024

Framfaraskref fyrir barnshafandi konur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Kvenfélagasamband Íslands hefur gefið heilbrigðisþjónustunni nýjan hugbúnað.

Hugbúnaðurinn rafvæðir sjúkraskrárgögn sem tengjast fósturhjartsláttarritum og sónarniðurstöðum og vistar miðlægt.

Gjöf til allra kvenna á Íslandi nefnist verkefni Kvenfélagasambandsins sem staðið hefur frá árinu 2010 í formi fjársöfnunar og þróunarvinnu.

Um er að ræða hugbúnað sem rafvæðir sjúkraskrár gögn tengd fórsturhjartsláttarritum og sónarniðurstöðum og vistar þau miðlægt. Einn meginkosta þessa er að þetta getur komið í veg fyrir að konur séu sendar um langan veg til frekari skoðunar. Niðurstöður eru á rafrænu formi og hægt að nálgast þær og skoða á öðrum stöðum þar sem meiri sérhæfing er til staðar.

Konur gefa konum

Um 30 milljónir króna söfnuðust. Stærsti hluti framlaga í söfnunina kom beint frá kvenfélögunum víða um land. Einnig studdu fjölmörg fyrirtæki og almenningur söfnunina með beinum framlögum.

Fósturhjartsláttarrit er hægt að sjá í rauntíma og fá þar með eftir öruggum leiðum faglegt álit frá hærra þjónustustigi, eins og t.d. Landspítala háskólasjúkrahúsi eða Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ekki þarf lengur að prenta út ritin og fleiri geta séð ritin en bara sá aðili sem er inni á fæðingarstofunni þegar konur eru í fæðingu, eða að sinna eftirliti með fóstrinu á meðgöngu vegna einhverra áhættuþátta tengdum meðgöngunni.

Sett upp hjá öllum fæðingarstöðum landsins

Hugbúnaðurinn verður settur upp hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi, á Akranesi, Ísafirði, í Neskaupstað, Vestmannaeyjum, Keflavík, á Selfossi og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Innleiðing hugbúnaðarins nær fram á næsta ár.

Innleiðingu á verkefninu var stýrt af starfshóp og var samstarf nokkurra stofnana og aðila: Kvenfélagasambands Íslands, Landspítala, Embættis landlæknis, Félags ljósmæðra og fæðingarstaða á landsbyggðinni. Ákveðið var að velja Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi sem tilraunastað fyrir verkefnið og þar lauk innleiðingu og var opnað á kerfið í sumar.

Allir fæðingarstaðir landsins eru nú tilbúnir að taka við tengingum kerfisins við Landspítalann. Þær innleiðingar og tengingar eru komnar í tímalínu sem unnið verður eftir í samvinnu við fæðingarstaði landsins, tæknisvið Landspítalans og seljendur og hugbúnaðarins, Medexa.

Gríðarlegt öryggisatriði

Björk Steindórsdóttir, yfirljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, tók formlega á móti gjöfinni. Hún hefur stýrt innleiðingu og öllum samskiptum við fæðingarstaði og verið faglegur sérfræðingur í innleiðingu á verkefninu.

Björk sagði sérstaklega ánægjulegt að taka á móti svo stórri og höfðinglegri gjöf sem konur í landinu væru að gefa konum landsins og fjölskyldum. Gjöfin yki bæði gæði og öryggi skráninga og vistunar fósturhjartsláttarrita og niðurstaðna úr ómskoðunum sem bætti tvímælalaust heilsuvernd kvenna um allt land.

„Það að hafa sjúkraskrárgögn vistuð miðlægt er gríðarlega mikið öryggisatriði fyrir konur í meðgöngu og fæðingu. Með því móti er alltaf hægt að nálgast mikilvægar upplýsingar hvar sem er og einnig eru þær vistaðar með ábyrgum og löglegum hætti. Hægt er að meta gögn hvenær sem er, í rauntíma og milli skoðana og þessi gögn fylgja meðgönguskrá konunnar hvar sem hún býr,“ sagði Björk og bætti við að það hefði verið kjarkað og áræðið af konum í Kvenfélagasambandi Íslands að fara í svona mikla og flókna gjöf sem hefur í raun stækkað margfalt með tímanum. Þær hefðu hugsað að þessi hugbúnaður þyrfti að nýtast öllum konum landsins, ekki bara þjónustuþegum Landspítalans.

„Ljósmæður og læknar sem vinna úti á landi bíða af mikilli tilhlökkun og gleði eftir að tengjast kerfinu,“ sagði Björk.

Uppskipun á áburði
Líf og starf 15. apríl 2025

Uppskipun á áburði

Einn af vorboðunum er innflutningur á tilbúnum áburði til túnræktar.

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan
Líf og starf 15. apríl 2025

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan

Bryndís Bolladóttir vakti fyrst athygli vegna hönnunar sinnar á Kúlunni, hljóðde...

Glæsileg vörn
Líf og starf 15. apríl 2025

Glæsileg vörn

Við sögðum í síðasta briddsþætti frá snjallri sagnvenju á Norðurlandamóti bridds...

Í lok vertíðar
Líf og starf 14. apríl 2025

Í lok vertíðar

Eftir því sem líða fer að sumri ljúka áhugaleikhús landsins sýningum sínum, en a...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. apríl 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gengur nú inn í tímabil þar sem gott er að vinna að nýjum hugmyndum ...

Bæjarnöfn á ská og skjön
Líf og starf 11. apríl 2025

Bæjarnöfn á ská og skjön

Nöfn íslenskra bæja og býla til sveita eru fjölskrúðug, svo ekki sé dýpra í árin...

Prjónavetri lýkur
Líf og starf 10. apríl 2025

Prjónavetri lýkur

Íslenskur prjónaiðnaður hættir aldrei að vera móðins enda hefur Listasafn Sigurj...

Falleg sumarpeysa
Líf og starf 9. apríl 2025

Falleg sumarpeysa

Falleg peysa fyrir sumarið, prjónuð úr DROPS Muskat eða DROPS Belle sem er á 30%...