Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Rúnar Ísleifsson t.v. og Pétur Úlfar Ernisson t.h., sem er bara 9 ára gamall og þegar orðinn mjög sterkur skákmaður miðað við aldur, mættust á mótinu. Á myndinni sést ágætlega hve fjölbreyttur hópur skákmanna er og aldur og stærð skipta engu máli. Rúnar vann skákina eftir mikla baráttu.
Rúnar Ísleifsson t.v. og Pétur Úlfar Ernisson t.h., sem er bara 9 ára gamall og þegar orðinn mjög sterkur skákmaður miðað við aldur, mættust á mótinu. Á myndinni sést ágætlega hve fjölbreyttur hópur skákmanna er og aldur og stærð skipta engu máli. Rúnar vann skákina eftir mikla baráttu.
Mynd / Hallfríður Sigurðardóttir
Líf og starf 17. mars 2025

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Íslandsmóti skákfélaga lauk um liðna helgi í Reykjavík. Skákdeild Fjölnis varð Íslandsmeistari með fáheyrðum yfirburðum, en þeir unna alla sína andstæðinga og enduðu mótið með fullt hús stiga.

Þetta var annað árið í röð sem Fjölnir vann titilinn en félagið hafði aldrei unnið titilinn áður þar til í fyrra.

Íslandsmót skákfélaga er deildarskipt keppni og tefla sterkustu skákfélög landsins í úrvalsdeild. Síðan er teflt í 1., 2., 3. og 4. deild. Næststerkustu liðin eru í 1. deild og síðan koll af koll niður í 4. deild. Liðin geta unnið sig upp í næstu deild fyrir ofan eða fallið niður í næstu deild fyrir neðan ef illa gengur, eða svipað og í t.d. fótbolta.

Það eru þó krýndir meistarar í öllum deildum og Víkingaklúbburinn, Taflfélag Reykjavíkur-c sveit, Dímon og Skákfélag Íslands urðu hlutskörpust í 1. til 4. deild. Fjölmennustu skákfélög landsins eiga nokkur lið í keppninni og sum þeirra eiga eitt eða jafnvel fleiri lið í öllum deildunum.

Langflest félögin/liðin koma af höfuðborgarsvæðinu en skákfélög utan af landi eru að sjálfsögðu líka með. Skákfélag Akureyrar mætti með 4 lið, Taflfélag Vestmannaeyja og Goðinn í Þingeyjarsýslu mættu til leiks með 3 lið hvort félag. Skákfélag Selfoss og nágrennis kom með tvö lið, og Taflfélag Snæfellsbæjar, Skákfélag Sauðárkróks, Grindavík og Skáksamband Austurlands komu með eitt lið hvert félag. Taflfélag Snæfellsbæjar var t.d. hársbreidd frá því að vinna sig upp úr 4. deildinni en endað í 3. sæti.

Skákmenn sem taka þátt í Íslandsmóti skákfélaga eru af öllum stærðum og gerðum og á öllum aldri eins og meðfylgjandi mynd ber með sér.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Skylt efni: Skák

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp
Líf og starf 25. apríl 2025

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp

Samtök ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa beint þeirri tillög...

Fótspor fyrri alda
Líf og starf 24. apríl 2025

Fótspor fyrri alda

Í kringum aldamótin síðustu stóð gult einlyft bárujárnshús á bæjarhól í Reykjaví...

Neytendur vilja vita um uppruna matar
Líf og starf 23. apríl 2025

Neytendur vilja vita um uppruna matar

Matland.is er vefmiðill og vefverslun sem sérhæfir sig í að fjalla um og selja í...

Bernhard og Kafka á íslensku
Líf og starf 23. apríl 2025

Bernhard og Kafka á íslensku

Ekki er ónýtt að hafa á síðustu vikum fengið í hendur nýjar öndvegisþýðingar á t...

Endurnýjanleg orka þema á degi Jarðar
Líf og starf 22. apríl 2025

Endurnýjanleg orka þema á degi Jarðar

Alþjóðlegur dagur Jarðar er 22. apríl. Sjónum er nú beint að endurnýjanlegri ork...

Uppskipun á áburði
Líf og starf 15. apríl 2025

Uppskipun á áburði

Einn af vorboðunum er innflutningur á tilbúnum áburði til túnræktar.

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan
Líf og starf 15. apríl 2025

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan

Bryndís Bolladóttir vakti fyrst athygli vegna hönnunar sinnar á Kúlunni, hljóðde...

Glæsileg vörn
Líf og starf 15. apríl 2025

Glæsileg vörn

Við sögðum í síðasta briddsþætti frá snjallri sagnvenju á Norðurlandamóti bridds...