Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Fjölmenningarhátíð í Rangárvallasýslu
Mynd / Aðsend
Líf og starf 9. maí 2025

Fjölmenningarhátíð í Rangárvallasýslu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fjölmenningarráð Rangárþings eystra í samstarfi við nýstofnað fjölmenningarráð Rangárþings ytra hefur skipulagt fjölmenningarhátíð í íþróttahúsinu á Hvolsvelli laugardaginn 10. maí næstkomandi.

„Markmið hátíðarinnar er að fagna þeim mikla fjölbreytileika menningar og þjóða sem býr í Rangárþingi eystra og Rangárþingi ytra, stuðla að samtali og samþættingu ólíkra menningarhópa og kynna þá fjölbreyttu menningu og þjóðarbrot sem sveitarfélögin státa af en á svæðinu búa einstaklingar frá um 40 mismunandi löndum. Þá verður sérstaklega lögð áhersla á að koma á samtali milli íþróttafélaga og heimila erlendra barna í tengslum við íþróttaiðkun, en kannanir hafa sýnt að þátttaka þeirra er oft minni en hjá innfæddum börnum,“ segir Helga Guðrún Lárusdóttir, starfsmaður fjölmenningarráðs Rangárþings eystra

Á hátíðinni gefst innflytjendum og fólki af erlendu bergi brotið tækifæri til að kynna heimalönd sín og menningu í gegnum mat, muni, sögu, tónlist og fleira. Gestir munu geta kynnt sér ólík lönd og menningu þar sem í kynningarbásum verður boðið upp á samtal um sögu, siði og hefðir, listir og handverk frá ýmsum heimshornum. Hver bás mun hafa sinn eigin „menningarfulltrúa“ sem deilir upplýsingum og sögum. Þá verður boðið upp á fjölbreytt úrval af mat og drykkjum frá ýmsum heimshornum, útbúnum af innflytjendunum sjálfum. Auk þess verður hægt að upplifa tónlist og dans frá mismunandi menningarsvæðum, bæði á sviði og í óformlegri sýningu, jafnvel með kennslu þar sem gestir geta tekið þátt.

„Við erum ótrúlega spennt að bjóða til þessarar fyrstu sameiginlegu fjölmenningarhátíðar sveitarfélaganna. Í Rangárþingi eystra er um þriðjungur íbúa af erlendum uppruna og í Rangárþingi ytra er hlutfallið einnig töluvert. Það er afar mikilvægt að skapa vettvang þar sem allir okkar íbúar geta komið saman, kynnst hver öðrum enn frekar og fagnað þeirri fjölbreytni sem auðgar samfélag okkar svo mikið. Ég hvet alla til að koma og upplifa þennan litríka dag með okkur á Hvolsvelli,“ segir Georgina Anne Christie, formaður fjölmenningarráðs Rangárþings eystra.

Æfingaprógramm með Proust
Líf og starf 24. júní 2025

Æfingaprógramm með Proust

Tunglið forlag setti í loftið nýjan bókaflokk undir heitinu Svarthol á Bókmennta...

Tónlistardagskrá í allt sumar
Líf og starf 24. júní 2025

Tónlistardagskrá í allt sumar

Það mun allt iða af lífi og fjöri á Sólheimum í Grímsnes- og Grafningshreppi í s...

Sögusetur íslenska fjárhundsins opnað
Líf og starf 24. júní 2025

Sögusetur íslenska fjárhundsins opnað

Eftir tveggja og hálfs árs undirbúning er búið að opna Sögusetur íslenska fjárhu...

Hrærður, ekki hristur
Líf og starf 23. júní 2025

Hrærður, ekki hristur

Það eru tvær og nákvæmlega tvær útgáfur af íslensku sumri; sú ákjósanlega er að ...

Kerfissigur á NM
Líf og starf 23. júní 2025

Kerfissigur á NM

Íslandi gekk ekki sem skyldi á Norðurlandamótinu í bridds sem fram fór á Laugarv...

Önundur bíldur og minnið sem mótar landið
Líf og starf 20. júní 2025

Önundur bíldur og minnið sem mótar landið

Í ágústmánuði árið 1880 kom Sigurður Vigfússon, gullsmiður og umsjónarmaður forn...

Gæðamatur er dýr í framleiðslu
Líf og starf 19. júní 2025

Gæðamatur er dýr í framleiðslu

Edward Carr, forseti írsku samvinnuhreyfingarinnar (ICOS) segir að gæðamatvara s...

Skákfélag Vestfjarða stofnað
Líf og starf 18. júní 2025

Skákfélag Vestfjarða stofnað

Þann 30. maí síðastliðinn var Skákfélag Vestfjarða formlega stofnað. Áður hafði ...