Fagur morgunn
Gleðilegt sumar, kæru landsmenn! Þessi fallega peysa er prjónuð úr DROPS Air, neðan frá og upp með gatamynstri, skáhallandi öxl, ísaumuðum ermum og i-cord. Drops Air byrjar á afslætti hjá okkur í maí svo kjörið er að skella í eina fyrir sumarið. Margir fallegir litir eru í boði.
DROPS Design: Mynstur ai-520
Stærðir: S (M ) L (XL) XXL (XXXL)
Ummál: 102 (112) 120 (128) 138 (152) cm
Garn: DROPS AIR (fæst í Handverkskúnst) 350 (400) 400 (450) 500 (550) gr litur á mynd nr 42, pistasíuís
Prjónar: Hringprjónar 40 og 80 cm nr 3,5 og 4,5. Sokkaprjónar nr 3,5 og 4,5
Prjónfesta: 18 lykkjur x 24 umferðir á hæð með sléttprjóni með prjóna nr 4,5 = 10 x 10 cm.
Mynstur Sjá mynsturteikningu A.1. Teikningin sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat (= 2 lykkjur fleiri).
I-CORD AFFELLING: Lyftið yfir 3 nýjum lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón þannig að þráðurinn sitji 3 lykkjum inn á vinstri prjóni (þegar prjónað er þá herðir þráðurinn á stykkinu, þannig að það myndast lítil snúru kantur).
UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón. Ekki snúa stykkinu. Endurtakið UMFERÐ 1 þar til 3 lykkjur eru eftir á hægri prjóni. Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón. Fellið af. Saumið lítið spor sem festir saman byrjun og lokin á i-cord.
PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er prjónað í hring, neðan frá og upp að handvegi. Síðan skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki og hvort stykki er prjónað til loka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar neðan frá og upp og prjónað er í hring fram að handvegi, síðan eru ermarnar prjónaðar til loka fram og til baka. Stykkin eru saumuð saman og prjónaður er upp i-cord í kringum hálsmál.
FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 204 (224) 240 (256) 276 (304) lykkjur á hringprjón nr 3,5. Tengið í hring, staðsetjið prjónamerki í upphafi umferðar og prjónið stroff hringinn (= 1 slétt, 1 brugðið) alls 6 cm. Skiptið yfir á hringprjón nr 4,5. Prjónið síðan mynstur þannig: Prjónið A.1 hringinn yfir allar lykkjur jafnframt því sem í fyrstu umferð er fækkað um 20 (24) 24 (24) 28 (32) lykkjur jafnt yfir = 184 (200) 216 (232) 248 (272) lykkjur. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Haldið áfram með mynstur þar til stykkið mælist ca 33 (34) 35 (36) 37 (38) cm – stillið af að næsta umferð sé umferð með oddatölu í mynstri.
SKIPTING FYRIR HANDVEG: Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki, prjónið frá byrjun umferðar þannig: Fellið af 1 (5) 5 (9) 9 (11) lykkjur fyrir handveg, prjónið 1 lykkju slétt, haldið áfram með A.1 yfir næstu 88 (88) 96 (96) 104 (112) lykkjur (= framstykki), prjónið 1 lykkju slétt og fellið af 2 (10) 10 (18) 18 (22) lykkjur fyrir handveg, prjónið 1 lykkju slétt, haldið áfram með A.1 yfir næstu 88 (88) 96 (96) 104 (112) lykkjur, prjónið 1 lykkju slétt (= bakstykki) og fellið af síðustu 1 (5) 5 (9) 9 (11) lykkjur fyrir handveg. Klippið þráðinn. Setjið lykkjur frá framstykki á þráð eða á hjálparprjón. Hvort stykki er nú prjónað fram og til baka, hvort fyrir sig.
BAKSTYKKI: = 90 (90) 98 (98) 106 (114) lykkjur. Setjið eitt merki fyrir miðju á bakstykki, stykkið er nú mælt héðan. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu. Prjónið mynstur eins og áður með 1 lykkjuprjón slétt í hvorri hlið. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka alls 4 sinnum á hæðina, prjónið sléttprjón yfir allar lykkjur að loka máli, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 18 (19) 20 (21) 22 (23) cm frá merki, fellið af miðju 26 (26) 28 (28) 30 (30) lykkjur fyrir hálsmáli = 32 (32) 35 (35) 38 (42) lykkjur fyrir hvora öxl og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig.
ÖXL: Í næstu umferð frá hálsmáli er felld af 1 lykkja fyrir hálsmáli (= 31 (31) 34 (34) 37 (41) lykkjur fyrir öxl). Í hverri umferð frá handveg er fellt af fyrir skáhallandi öxl. Fellið af 7 (7) 8 (8) 9 (10) lykkjur alls 3 sinnum, síðan eru felldar af þær 10 (10) 10 (10) 10 (11) lykkjur sem eftir eru. Stykkið mælist ca 54 (56) 58 (60) 62 (64) cm mælt frá innst við hálsmál og niður.
FRAMSTYKKI: Setjið til baka 90 (90) 98 (98) 106 (114) lykkjur fyrir framstykki á hringprjón 4,5. Setjið eitt merki fyrir miðju á framstykki, stykkið er nú mælt héðan. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu. Prjónið mynstur eins og áður með 1 lykkju sléttprjón í hvorri hlið. Þegar A.1 hefur verið prjónað alls 4 sinnum á hæðina, prjónið sléttprjón yfir allar lykkjur að loka máli, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 14 cm frá merki í öllum stærðum, setjið miðju 20 (20) 22 (22) 24 (24) lykkjur á þráð fyrir hálsmáli (= 35 (35) 38 (38) 41 (45) lykkjur fyrir hvora öxl) og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig.
ÖXL: Fellið af 1 lykkju fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli alls 4 sinnum = 31 (31) 34 (34) 37 (41) lykkjur. Þegar stykkið mælist 18 (19) 20 (21) 22 (23) cm frá merki, fækkið lykkjum fyrir skáhallandi öxl í hverri umferð frá handveg. Fellið af 7 (7) 8 (8) 9 (10) lykkjur alls 3 sinnum, síðan eru felldar af þær 10 (10) 10 (10) 10 (11) lykkjur sem eftir eru. Stykkið mælist ca 54 (56) 58 (60) 62 (64) cm mælt frá innst við hálsmál og niður.
ERMAR: Fitjið upp 54 (56) 58 (60) 62 (64) lykkjur á sokkaprjóna nr 3,5. Tengið í hring og prjónið 4 umferðir slétt. Prjónið 3 umferðir stroff (= 1 slétt, 1 brugðið). Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4,5. Prjónið síðan slétt, JAFNFRAMT sem í fyrstu umferð er fækkað um 6 (6) 6 (6) 6 (6) lykkjur jafnt yfir = 48 (50) 52 (54) 56 (58) lykkjur. Setjið einn merkiþráð í byrjun umferðar og látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu, hann er notaður síðar þegar auka á út fyrir miðju undir ermi. Þegar stykkið mælist 8 cm, aukið út 1 lykkju hvoru megin við merkiþráðinn – lesið
LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út í hverjum 5 (4) 3½ (3) 2½ (2½) cm alls 8 (9) 10 (11) 12 (12) sinnum = 64 (68) 72 (76) 80 (82) lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 46 (45) 44 (43) 42 (40) cm. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka frá merkiþræði fyrir miðju undir ermi, þar til ermin mælist 47 (48) 47 (48) 47 (46) cm, þ.e.a.s. það er klauf 1 (3) 3 (5) 5 (6) cm fyrir miðju undir ermi. Fellið af.
FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar við fram- og bakstykki efst, klaufin efst á ermi er saumuð við botninn á handvegi – sjá teikningu.
KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón nr 3,5 og prjónið upp lykkjur í kringum hálsmál frá réttu þannig: Byrjið við annan axlasauminn og prjónið upp ca 84 til 102 lykkjur (ásamt lykkjum af þræði við miðju að framan). Í lok umferðar eru fitjaðar upp 3 nýjar lykkjur á hægri prjón frá réttu, ekki snúa stykkinu. Notið hringprjón nr 4,5 og fellið af allar lykkjur með I-CORD AFFELLING – lesið leiðbeiningar að ofan.