Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Eyþór Stefánsson tv. og Guðjón Sigurjónsson.
Eyþór Stefánsson tv. og Guðjón Sigurjónsson.
Líf og starf 5. júlí 2024

Eitruð útspil rústuðu geimum og slemmum

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Þú átt einn hund í spaða, tíuna þriðju í hjarta, ás, gosa fjórðu í tígli og ásinn fimmta í laufi.

Þú þarft að spila út í vörn gegn fjórum spöðum.

Þú situr í vestur og veist að suður á 10-12 punkta jafnskipt eftir opnun hans á veiku grandi. Norður yfirfærði í spaða og stökk svo í 3 grönd sem suður breytti í 4 spaða.

Hverju viltu spila út?

Rifjum aftur upp spilin þín: x-Txx, ÁGxx-Áxxxx

Spilið kom upp í Sumarbridge fyrir skemmstu í Síðumúlanum og þannig voru hendurnar:

Við sem sjáum allar hendur vitum að spaðinn liggur svo illa fyrir suðri að fjórir spaðar hljóta að fara niður þótt reyndar væru þeir gefnir á einu borði. Algeng niðurstaða var að sagnhafi fengi 8 slagi og vörnin fimm.

En við borð umsjónarmanns fékk sagnhafi bara 7 slagi í geiminu. Hvernig atvikaðist það?

Vestur, Guðjón Sigurjónsson, átti allan heiður af því. Hann var svo sannarlega á skotskónum þegar hann valdi leiftursnöggt að spila út undan laufásnum. Eftir það hlaut sagnhafi að gefa tvo slagi á tromp, tvo á tígul og tvo á lauf, því engum dettur í hug að rjúka upp með kónginn í fyrsta slag. Hreinn toppur fyrir Guðjón.

„Jú, sjáðu, ég vissi að ég þyrfti að reyna að þyrla upp ryki,“ sagði Guðjón og sér vart enn milli veggja í Síðumúlanum eftir bólstrana alla sem hann skildi eftir sig ...

Ég man aldrei eftir að hafa tekið upp ellefu spil í sömu sort í bridds. En svoleiðis skiptingarundur átti sér stað austur á landi í bikarkeppni BSÍ þar sem sveit Grant Thornton tókst á við austfirska sveit.

Eyþór Stefánsson, einn Austfirðinganna sem spiluðu bikarleikinn, sá andstæðing á undan sér opna á einu laufi og tók upp spilin. Kóng og gosa í spaða og kóng og gosa elleftu í tígli!

Hann ákvað að melda strax fimm tígla en fékk ekki að spila þá þar sem andstæðingur á undan honnum meldaði sex lauf. Þá hækkaði Eyþór í 6 tígla sem voru doblaðir og út kom lítill spaði.

Hönd makkers Eyþórs var ekkert slor og viðurkennir hann í samtali við umsjónarmann briddsdálksins að hann hafi heldur betur kæst þegar upp kom í blindum: ÁDx, KDxxxx, eyða og ÁDxx.

Fátt gat komið í veg fyrir 12 slagi nema einu tromp andstöðunnar væru á sömu hendi. Svo var ekki en samt stóð samningurinn ekki. Hvernig gat það gerst?

Spaðaútspilið var trompað með blankri tíguldrottningu!

Það var Gunnar Björn Helgason, sem var, líkt og Guðjón í spilinu á undan, alveg funheitur í útspilsputtanum enda sjá lesendur að slemman vinnst með öllum öðrum útspilum.

Skylt efni: bridds

Flaggar ólíkum fánum daglega
Líf og starf 10. júní 2025

Flaggar ólíkum fánum daglega

Ólafur Sverrisson fánasafnari á 214 ólíka fána, bæði þjóðfána ásamt fánum sem ti...

Landsmótið 2025 og Bændablaðsleikurinn
Líf og starf 10. júní 2025

Landsmótið 2025 og Bændablaðsleikurinn

Landsmótið í skólaskák fór fram helgina 3.–4. maí. Mótið á um 50 ára sögu og er ...

Brot af glötuðum heimi og kennimörk fasismans
Líf og starf 6. júní 2025

Brot af glötuðum heimi og kennimörk fasismans

Þórhildur Ólafsdóttir sendi fyrr á árinu frá sér bókina Með minnið á heilanum se...

Óheppni spilarinn
Líf og starf 5. júní 2025

Óheppni spilarinn

Í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni sem fram fór 11.–13. apríl hitti ég ...

Kjörgripir búnaðarsögu í hundraðavís
Líf og starf 2. júní 2025

Kjörgripir búnaðarsögu í hundraðavís

Búminjasafnið Lindabæ á tíu ára afmæli nú í sumar. Safnið lætur gera upp sjaldgæ...

Harmonikunni fagnað á Klaustri
Líf og starf 29. maí 2025

Harmonikunni fagnað á Klaustri

Um sjómannadagshelgina verður haldin harmoniku- og alþýðutónlistarhátið á Kirkju...

Goðsögnin Ivanchuk
Líf og starf 26. maí 2025

Goðsögnin Ivanchuk

Í síðasta pistli fjallaði ég um Reykjavíkurskákmótið, í boði Kviku eignastýringa...

Framtíðarborgin og viðnám hefðarinnar
Líf og starf 23. maí 2025

Framtíðarborgin og viðnám hefðarinnar

Feneyjatvíæringurinn í arkitektúr hófst í síðustu viku. Íslendingar taka nú þátt...