Jón Aðalsteinn Hermannsson (fyrir miðju) varð Héraðsmeistari HSÞ í skák árið 2014.
Jón Aðalsteinn Hermannsson (fyrir miðju) varð Héraðsmeistari HSÞ í skák árið 2014.
Líf og starf 8. júlí 2024

Drottingarfórn fyrir mát ... aftur

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Jón Aðalsteinn Hermannsson frá Lyngbrekku í Reykjadal tefldi skák fyrir 10 árum síðan á Íslandsmóti skákfélaga fyrir Skákfélagið Goðann, þar sem hann bauð andstæðingi sínum úr Fjölni drottninguna sína á silfurfati.

Andstæðingur Jóns þáði hana og þar með átti Jón þvingað mát í tveim leikjum, sem hann nýtti sér. Andstæðingur Jóns hefði sennilega ekki sloppið við mát ef hann hefði sleppt því að taka drottninguna, sem kom til greina.

Svartur á leik. 34....De1+! 35. Hxe1 - Hxe1+ 36. Kh2 - Hh1 mát.

Hann hefði sennilega tapað skákinni nokkrum leikjum síðar að því gefnu að svartur hefði alltaf valið réttu leikina. Biskup svarts, sem er reyndar staðsettur á óvenjulegum stað fyrir biskup (a8), gegnir hér lykilhlutverki í stöðunni fyrir svartan.

Síðasti leikur hvíts (Rg6) setur gaffal á hrók og drottingu svarts og í fljótu bragði virðist staðan unnin á hvítt en svo var ekki. Jón fann réttu leiðina og knúði fram mát í 35 leik.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Telur árangurinn á EM viðunandi
Líf og starf 23. júlí 2024

Telur árangurinn á EM viðunandi

Evrópumótinu í bridds lauk í síðustu viku í Herning í Danmörku. Ísland sendi út ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 22. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Kóngurinn í Skagafirði
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi veri...

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar
Líf og starf 18. júlí 2024

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar

Skoða á hefðir og notkun óhefðbundinna lækninga á Íslandi í norrænni rannsókn. A...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 18. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...