Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Jón Aðalsteinn Hermannsson (fyrir miðju) varð Héraðsmeistari HSÞ í skák árið 2014.
Jón Aðalsteinn Hermannsson (fyrir miðju) varð Héraðsmeistari HSÞ í skák árið 2014.
Líf og starf 8. júlí 2024

Drottingarfórn fyrir mát ... aftur

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Jón Aðalsteinn Hermannsson frá Lyngbrekku í Reykjadal tefldi skák fyrir 10 árum síðan á Íslandsmóti skákfélaga fyrir Skákfélagið Goðann, þar sem hann bauð andstæðingi sínum úr Fjölni drottninguna sína á silfurfati.

Andstæðingur Jóns þáði hana og þar með átti Jón þvingað mát í tveim leikjum, sem hann nýtti sér. Andstæðingur Jóns hefði sennilega ekki sloppið við mát ef hann hefði sleppt því að taka drottninguna, sem kom til greina.

Svartur á leik. 34....De1+! 35. Hxe1 - Hxe1+ 36. Kh2 - Hh1 mát.

Hann hefði sennilega tapað skákinni nokkrum leikjum síðar að því gefnu að svartur hefði alltaf valið réttu leikina. Biskup svarts, sem er reyndar staðsettur á óvenjulegum stað fyrir biskup (a8), gegnir hér lykilhlutverki í stöðunni fyrir svartan.

Síðasti leikur hvíts (Rg6) setur gaffal á hrók og drottingu svarts og í fljótu bragði virðist staðan unnin á hvítt en svo var ekki. Jón fann réttu leiðina og knúði fram mát í 35 leik.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Flaggar ólíkum fánum daglega
Líf og starf 10. júní 2025

Flaggar ólíkum fánum daglega

Ólafur Sverrisson fánasafnari á 214 ólíka fána, bæði þjóðfána ásamt fánum sem ti...

Landsmótið 2025 og Bændablaðsleikurinn
Líf og starf 10. júní 2025

Landsmótið 2025 og Bændablaðsleikurinn

Landsmótið í skólaskák fór fram helgina 3.–4. maí. Mótið á um 50 ára sögu og er ...

Brot af glötuðum heimi og kennimörk fasismans
Líf og starf 6. júní 2025

Brot af glötuðum heimi og kennimörk fasismans

Þórhildur Ólafsdóttir sendi fyrr á árinu frá sér bókina Með minnið á heilanum se...

Óheppni spilarinn
Líf og starf 5. júní 2025

Óheppni spilarinn

Í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni sem fram fór 11.–13. apríl hitti ég ...

Kjörgripir búnaðarsögu í hundraðavís
Líf og starf 2. júní 2025

Kjörgripir búnaðarsögu í hundraðavís

Búminjasafnið Lindabæ á tíu ára afmæli nú í sumar. Safnið lætur gera upp sjaldgæ...

Harmonikunni fagnað á Klaustri
Líf og starf 29. maí 2025

Harmonikunni fagnað á Klaustri

Um sjómannadagshelgina verður haldin harmoniku- og alþýðutónlistarhátið á Kirkju...

Goðsögnin Ivanchuk
Líf og starf 26. maí 2025

Goðsögnin Ivanchuk

Í síðasta pistli fjallaði ég um Reykjavíkurskákmótið, í boði Kviku eignastýringa...

Framtíðarborgin og viðnám hefðarinnar
Líf og starf 23. maí 2025

Framtíðarborgin og viðnám hefðarinnar

Feneyjatvíæringurinn í arkitektúr hófst í síðustu viku. Íslendingar taka nú þátt...