„Bermúdadrengirnir“ Örn Arnþórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson snýttu kempunum Stefáni Stefánssyni og Guðmundi Snorrasyni allsvakalega í bikarnum. Í sveit Karls Þorbjörnssonar, annað par heimsmeistara frá 1991, þeir Þorlákur Jónsson og Guðmundur Páll Arnarson.
„Bermúdadrengirnir“ Örn Arnþórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson snýttu kempunum Stefáni Stefánssyni og Guðmundi Snorrasyni allsvakalega í bikarnum. Í sveit Karls Þorbjörnssonar, annað par heimsmeistara frá 1991, þeir Þorlákur Jónsson og Guðmundur Páll Arnarson.
Líf og starf 24. september 2024

Brjálaðir menn

Höfundur: Björn Þorlákssonm

Hefur það komið fyrir lesandann að fá áttlit á hendina og finna spennu og tilhlökkun læsast um? Hugsa kannski: Á ég að hindra svakalega eða melda aftur og aftur?

Ólafur Sigmarsson, sá ágæti briddsspilari, tók upp áttlit í spaða í sumarbridds á dögunum. Eflaust hlakkaði hann til að fara vel með hann en tveir brjálaðir menn við borðið tóku slíkar ákvarðanir að hljóta að rata í annála.

Enginn veit hvað Guðlaugi gekk til

Allt spilið: Ólafur gerði vel í að missa ekki andlitið þegar andstæðingur hans á vinstri hönd, Guðlaugur Sveinsson, gerði sér lítið fyrir og opnaði á samingnum sem Ólafur sá fyrir sér að hann myndi spila: Fjórum spöðum!

Lesendur sjá á stöðumyndinni hvernig sagnir gengu í kjölfarið. Hreint ekki fallega. Tvær djöflasýrusagnir í röð. Enginn veit hvað Guðlaugi gekk til. En að makker Ólafs skyldi segja 4nt, úttekt í tvo liti, nær engu máli þótt á hagstæðum hætti væri. Af tillitssemi við aðstandendur nefnum við engin nöfn en fullyrða má að við borðið hafi mæst ekki færri en tveir brjálaðir menn!

Ólafur hristi höfuðið og sagði pass. Það mátti reyna. En Gulli bara gretti sig og hló. Hvein í rauða miðanum þegar hann smellti doblinu á borðið.

Ólafur reyndi hetjulega að komast í skárri samning og meldaði 5 hjörtu en aftur söng í doblmiðanum hjá Guðlaugi. Fjögurra stafa tala varð niðurstaðan. Hreinn toppur fyrir Gulla en hreinn botn fyrir Ólaf, blásaklausan.

Hvað sagði ekki Mia Farrow einu sinni þegar hún var við það að gefast upp á perraskapnum í Woody Allen:

„Briddsspilið er stundum eins og hjónaband. Makker manns drullar upp á bak en sjálf sit ég svo í súpunni.“

Yngri mennirnir rassskelltir

„Það gekk ekkert upp,“ sögðu meistararnir í sveit Grant Thornton eftir að sveit Karls Sigurhjartarsonar hafði rassskellt „ungu mennina“ svo um munaði!

Þriðja september síðastliðinn áttust þessar sveitir við í bikarnum. Til að gera langa sög stutta sá Grant Thornton aldrei til sólar og hlaut engin stig.

Athygli vekur að fjórir af heimsmeisturum Íslendinga frá árinu 1991 eru í sveit Karls og hafa greinilega engu gleymt.

Umsjón: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Fjögur þúsund Októberstjörnur
Líf og starf 10. október 2024

Fjögur þúsund Októberstjörnur

Bleikur er orðinn einn einkennislitur október, þökk sé Bleiku slaufunni, árlegu ...

Lómur
Líf og starf 9. október 2024

Lómur

Lómur er náskyldur himbrimanum. Þeir eru báðir af brúsaætt og eru þeir einu tvei...

Vettlingar með norrænu mynstri
Líf og starf 8. október 2024

Vettlingar með norrænu mynstri

Vettlingar koma alltaf að góðum notum. Hvort sem er í leik eða starfi, alltaf er...

Kínverskt veitingahús opnað á Flúðum
Líf og starf 8. október 2024

Kínverskt veitingahús opnað á Flúðum

Kínverskur veitingastaður mun bráðlega opna á Flúðum.

Mikil spenna í úrslitaleiknum
Líf og starf 8. október 2024

Mikil spenna í úrslitaleiknum

Undanúrslit og úrslit Bikarkeppni BSÍ árið 2024 fóru fram um síðustu helgi í höf...

Nýting náttúruauðlindanna
Líf og starf 7. október 2024

Nýting náttúruauðlindanna

Í aldanna rás hafa Íslendingar lært að nýta ríkar náttúruauðlindir landsins til ...

Lindifura út úr kú
Líf og starf 7. október 2024

Lindifura út úr kú

Skógarsúkkulaði með lindifuruolíu er nýlunda á íslenskum súkkulaðimarkaði.

Siggi Dan gegn Sævari
Líf og starf 4. október 2024

Siggi Dan gegn Sævari

Í þessum skákpistli hefur áður verið birt skák sem Sigurður heitinn Daníelsson t...