Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Tveir áhugasamir lesendur, Jónatan Steinríksson og Svanur Ástudóttir Nikulásson, sem koma einnig sjálfir fram í dagatalinu að sögn Karólínu. Hún segir að þeir séu að sjálfsögðu af forystukyni, sem sé þekkt fyrir að vera sérstaklega gáf að.
Tveir áhugasamir lesendur, Jónatan Steinríksson og Svanur Ástudóttir Nikulásson, sem koma einnig sjálfir fram í dagatalinu að sögn Karólínu. Hún segir að þeir séu að sjálfsögðu af forystukyni, sem sé þekkt fyrir að vera sérstaklega gáf að.
Mynd / Karólína Elísabetardóttir
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Útgefandinn, Karólína Elísabetardóttir, sauðfjárbóndi í Hvammshlíð, segir að eins og fyrri ár sé um ljósmyndadagatal í stóru broti að ræða, auk þess sem þar sé ýmsan fróðleik að finna um búfé og sveitalífið, í dag og fyrr á tímum.

„Að þessu sinni er til dæmis fjallað um augnliti í sauðfé, um horn af öllum stærðum og gerðum og mismunandi heiti á mismunandi svæðum og einnig um málvenjur á borð við að „fara norður til Akureyrar en fara vestur heim“, skráðar á stóru Íslandskorti.

Ekki síst eru helstu orðin í kringum hefðbundinn heyskap útskýrð með teikningum eftir Bjarna Guðmundsson og gömlum ljósmyndum,“ útskýrir Karólína.

Karólína er höfundur og tók einnig samtímamyndirnar í dagatalinu. Hún segir að það fáist keypt á ýmsum stöðum á Norður-, Vestur- og Suðurlandi og beint hjá henni sjálfri

Bústörf yfir hávetur
Líf og starf 15. janúar 2025

Bústörf yfir hávetur

Verkefni bænda halda áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og lögbundna frídaga. Hér eru...

Heimabakað brauð
Líf og starf 15. janúar 2025

Heimabakað brauð

Brauðbakstur er merkilega einföld iðja en um leið afskaplega flókin. Hveiti, vat...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 13. janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn stígur gætilega til jarðar þessi fyrstu skref ársins, uppfullur forv...

Stiklað á stóru
Líf og starf 9. janúar 2025

Stiklað á stóru

Bændablaðið kom tuttugu og þrisvar sinnum út árið 2024. Hér eru endurbirtar sjö ...

Álft
Líf og starf 8. janúar 2025

Álft

Álft er stærsti fuglinn okkar. Fullorðin álft getur orðið 10 kg og vænghafið 2,2...

„... Heimsins þagna harmakvein ...“
Líf og starf 7. janúar 2025

„... Heimsins þagna harmakvein ...“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Jóhannesi úr Kötlum.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...