Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Súkkulaðitoppur
Hannyrðahornið 20. september 2022

Súkkulaðitoppur

Höfundur: Mæðgurnar í Handverkskúnst

Klassísk garðaprjónshúfa á börn, prjónuð úr DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað í garðaprjóni, neðan frá og upp. Stærðir 2 – 12 ára.

Stærðir: 2 (3/5) 6/9 (10/12) ára

Höfuðmál ca: 48/50 (50/52) 52/54 (54/56) cm.

Garn: DROPS BABY MERINO (fæst í Handverkskúnst) 50 (100) 100 (100) g litur á mynd nr 52, súkkulaði

Prjónar: Hringprjónn nr 3: lengd 40 cm. Sokkaprjónar nr 3

Prjónfesta: 26 lykkjur x 51 umferðir = 10 x 10 cm.

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*.

ÚRTAKA (á við um efst á húfu): Öll úrtaka er gerð í umferð með sléttum lykkjum.

Fækkið lykkjum á eftir lykkju með prjónamerki: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.

Fækkið lykkjum á undan lykkju með prjónamerki: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman.

HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Fyrst er prjónað uppábrot í stroffprjóni, síðan er prjónað garðaprjón að loknu máli. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf.

HÚFA: Fitjið aðeins laust upp 152 (156) 162 (168) lykkjur á stuttan hringprjón nr 3 með DROPS Baby Merino. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stykkið mælist 9 (9) 11 (11) cm, brjótið stroffið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er næsta umferð prjónuð í stroffprjóni eins og áður jafnframt því sem 8. (6.) 9. (8.) hver lykkja er prjónuð saman með samsvarandi lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur.

Haldið áfram með stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til stykkið mælist 4 (4) 5 (5) cm frá þar sem lykkjurnar voru prjónaðar saman. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 40 (40) 42 (44) lykkjur jafnt yfir = 112 (116) 120 (124) lykkjur.

Síðan er prjónað GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 19 (20) 21 (22) cm frá uppábroti neðst á húfu og næsta umferð er umferð með sléttum lykkjum, setjið 1 prjónamerki í 28. (29.) 30. (31.) hverja lykkju í umferð (4 prjónamerki – prjónamerkin eru sett í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar).

Haldið áfram í garðaprjóni. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – sjá ÚRTAKA (8 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls 5 (5) 7 (7) sinnum, síðan í annarri hverri umferð alls 7 (7) 5 (5) sinnum = 16 (20) 24 (28) lykkjur eftir.

Í næstu umferð með sléttum lykkjum, prjónið allar lykkjur slétt saman 2 og 2 = 8 (10) 12 (14) lykkjur eftir. Klippið þráðinn, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel.

Húfan mælist ca 25 (26) 28 (29) cm frá uppábroti neðst á húfu. Brjótið upp neðstu 4 (4) 5 (5) cm.

Prjónakveðja
Mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð

Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal

Lopagleði
Hannyrðahornið 27. nóvember 2023

Lopagleði

Lopagleði er sjal eða teppi og passar á alla! Hún nýtist á svölum sumarkvöldum í...