Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vísindi eða hindurvitni?
Mynd / Bbl
Skoðun 7. október 2021

Vísindi eða hindurvitni?

Höfundur: Högni Elfar Gylfason

Eins og margir vita kom nú á haustdögum upp nýtt riðutilfelli í kind í Skagafirði. Áfallið er mikið fyrir bændur á viðkomandi bæ og miðað við núverandi reglur er niðurskurður alls fjárstofnsins á bænum fram undan með tilheyrandi fjárhagstjóni og andlegu álagi, en flestir sauðfjárbændur sem stunda sinn búskap af alúð tengjast dýrunum tilfinningaböndum. Á það bæði við um fullorðna og þó enn frekar börn og unglinga. Því er mér það óskiljanlegt að nokkur sem vill láta taka sig alvarlega í umræðunni stingi upp á niðurskurði á hundruðum sauðfjárbúa og um leið tugum þúsunda fjár þar sem víðast hvar hefur aldrei komið upp riða.

Verandi fyrrverandi yfirdýralæknir og skrifstofustjóri í því ráðuneyti sem fer með málefni landbúnaðar, gerir svo slíkar yfirlýsingar enn furðulegri og um leið vítaverðari. Slíkur einstaklingur veit fullvel að riðuniðurskurður hefur litlu skilað fram til þessa. Í raun er aðeins búið að sanna einn hlut með niðurskurðaræði síðustu áratuga, en það er að niðurskurður vegna riðu kemur alls ekki í veg fyrir að riða komi upp síðar á sama stað.

Sami einstaklingur veit væntanlega líka fullvel að aðrar Evrópuþjóðir eru fyrir lifandis löngu farnar að nota skynsamlegri nálgun þar sem arfgerðargreiningum er beitt á hjarðir þar sem upp kemur riða og niðurstöðurnar látnar ráða um hvaða kindur eru felldar og hverjar ekki. Á sama tíma er kylfa látin ráða kasti hérlendis.

Ung hugsjónakona og sauðfjárbóndi, Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð, hefur að undanförnu leitt saman vísindafólk frá ýmsum löndum í þeirri viðleitni sinni að færa riðurannsóknir hérlendis til nútímans og um leið á sömu braut og gert hefur verið um langt skeið í öðrum löndum. Þar er uppleggið að leita að genum í íslenskum kindum sem reynst gætu verndandi gagnvart riðusmiti. Nú þegar hafa þessar rannsóknir skilað þeim árangri að gen hafa fundist í kindum sem reynst gætu verndandi og því síðar meir mögulegt að nota þau til ræktunar á sauðfé sem yrði þá riðuþolið, þó er eftir að rannsaka mörg sýni á komandi vetri þannig að við eigum enn nokkuð í land.

„Kapp er best með forsjá“ er orðatiltæki sem gamlir yfirdýralæknar ásamt embættis- og stjórnmálamönnum ættu að hafa í heiðri þegar fjallað er um jafn viðkvæman hlut og niðurskurð ævistarfs sauðfjárbænda. Um leið er skynsamlegt fyrir viðkomandi að nýta sér reynslu, vilja og getu annarra þjóða, vísindamanna, áhugafólks og frumkvöðla til að takast á við vandann sem við blasir fremur en að hrópa í sífellu „Úlfur, úlfur“.

Með skynsemi að leiðarljósi munum við finna lausn á vandanum.

Högni Elfar Gylfason,
sauðfjárbóndi og áhugamaður um ábyrga stjórnmálaumræðu og landbúnaðarmál.

Skylt efni: riða í sauðfé

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...