Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vinnsla lambshorna heimiluð með skilyrðum
Fréttir 19. maí 2020

Vinnsla lambshorna heimiluð með skilyrðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fellt úr gildi synjun Matvælastofnunar um veitingu leyfis til Fossa Enterprises ehf. fyrir vinnslu lambshorna sem nagvöru fyrir hunda. Ráðuneytið hefur lagt það fyrir Matvælastofnun að meta hvort hornin séu hæf til nýtingar með tilliti til sýkingarhættu og heimila nýtingu þeirra ef svo er.

Árið 2016 fékk Matvælastofnun vitneskju um flutning og geymslu lambshorna Fossa Enterprises ehf. í Bolungavík sem ekki hafði verið sótt um leyfi fyrir. Nýta átti hornin sem hundafóður.

Við úttekt á frysti fyrirtækisins í Bolungavík kom í ljós að verulegt magn pakkninga með hornum í hafði þegar verið flutt inn í hann og stóðu flutningar yfir. Flutningur og geymsla aukaafurða dýra eru leyfisskyld og háð reglum sem miða að því að tryggja heilnæmi afurða og lágmarka hættu á útbreiðslu smitsjúkdóma.

Matvælastofnun synjaði nýtingu þessara horna á grundvelli eftirtaldra frávika frá ákvæðum laga og reglugerða:


1. Hornin voru flutt í geymsluna áður en lögbundin leyfisúttekt fór fram og tilskilið leyfi fengið.
2. Lögbundin viðskiptaskjöl fylgdu ekki vörunni.
3. Merkingar umræddra lambshorna  töldust ófullnægjandi.

Samkvæmt úrskurði ráðuneytisins hafi Matvælastofnun gefið Fossa Enterprises ehf. þær upplýsingar að mögulegt væri að sýna fram á rekjanleika umræddra lambshorna. Matvælastofnun hefði átt að gæta betur að leiðbeiningar- og rannsóknarskyldu sinni. Ráðuneytið segir jafnframt að taka hefði átt meira tillit til hagsmuna og réttinda fyrirtækisins við töku stjórnvaldsákvörðunar í málinu og því hafi meðalhófs ekki verið gætt. 

Fyrirtækinu er heimilað að nota hornin, með því skilyrði að fyrirtækið geti sýnt fram á með viðurkenndum mælingum, að hornin séu hæf til nýtingar með tilliti til sýkingarhættu. Matvælastofnun á síðan að meta þær niðurstöður.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...