Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Icehorse festival í Danmörku fer fram í íþróttahöll.
Icehorse festival í Danmörku fer fram í íþróttahöll.
Mynd / Rasmus M.Jensen
Fréttir 12. maí 2023

Vilja þjóðarhöll með hestaíþróttum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hestamenn vilja að gert verði ráð fyrir hestaíþróttum í nýrri þjóðarhöll í Laugardal í Reykjavík.

Í tilkynningu frá stjórn Lands­sambands hestamannafélaga sem send var á forsætisráðuneytið, mennta­ og barnamálaráðherra, Reykjavíkurborg, framkvæmda­nefnd um þjóðarhöll, ÍSÍ og fleiri segir að hestaíþróttin sé ein fárra íþróttagreina sem ekki hefur aðgang að löglegum keppnisvelli innanhúss og það standi íþróttinni verulega fyrir þrifum.

Bent er á að Landssamband hesta­mannafélaga sé fjórða fjölmennasta sérsambandið innan ÍSÍ, en í því eru 12.151 iðkandi.

„Í tillögum framkvæmdanefndar um þjóðarhöll kemur fram að í höllinni verði fjölnota gólf og sæti verði að hluta til hreyfanleg.

Með það í huga frá upphafi hönnunar ætti að vera hægt að koma fyrir keppnisgólfi fyrir hestaíþróttir svo keppa megi á löglegum keppnisvelli innanhúss.

Mörg dæmi eru um slíkt erlendis og má nefna Icehorse festival í Danmörku þar sem þúsundir áhorfenda fylgjast ár hvert með stærsta innanhússmóti heims í Íslandshestaíþróttum í fjölnota sýningarhöll,“ segir í tilkynningunni.

Stjórn Landssambands hesta­mannafélaga segist því gera þá kröfu að gert verði ráð fyrir hestaíþróttinni í nýrri þjóðarhöll þegar hugað verður að hönnun gólfs, aðkomu og aðstöðu fyrir hesta og hestakerrur, einnig í rekstrar­ og fjárhagsáætlun sem og þegar hugað verður að framtíðarskipulagi og tímatöflum hallarinnar.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...