Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá fundi búgreinadeildar hrossabænda.
Frá fundi búgreinadeildar hrossabænda.
Af vettvangi Bændasamtakana 13. mars 2023

Vilja beina aðkomu að búvörusamningum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hrossabændur vilja beina aðild að búvörusamningum við endurskoðun þeirra og ræddu meðal annars aðkomu kynbótahrossa að landsmótum, og forsendur tilnefninga til ræktunarbús ársins á fundi sínum á búgreinaþingi.

Samþykktar tillögur innihéldu meðal annars brýningu til stjórnar að halda áfram undirbúningi á breytingu á samþykktum deildarinnar varðandi skipan fagráðs í hrossarækt. Einnig var lagt til að stjórn hrossabænda skipi starfshóp til að fara yfir aðkomu kynbótahrossa á landsmótum ásamt því að útfærsla stjórnar um tilnefningu BÍ til hrossaræktarbús ársins verði háð því að að lágmarki einn ræktandi sem stendur að hverju ræktunarbúi þurfi að vera fullgildur félagi í BÍ og er þá miðað við félagatal 1. maí ár hvert. Einnig var samþykkt tillaga sem fól í sér að stjórn búgreinadeildarinnar vinni að því að fá beina aðkomu að búvörusamningum. „Í gegnum beina aðild að búvörusamningum þarf greinin að fá fjármuni til að standa straum af kostnaði við kynbótastarfið, stuðning við markaðsstarfið og fjármuni til að hægt sé að standa vörð um ættbókina og upprunalandið. Þá skýtur skökku við að hrossabændur fái engan stuðning fyrir þær hrossaafurðir sem þeir leggja inn líkt og aðrir kjötframleiðendur. Það er eðlileg krafa að stuðningur verði tekinn upp og að hrossabændur sitji við sama borð og aðrir kjötframleiðendur,“ segir í tillögunni

Tveim tillögum frá Samtökum ungra bænda, sem fjölluðu um þyngdartakmarkanir í hestamennsku og starfsskilyrði bænda sem framleiða hrossakjöt, var vísað aftur til stjórnar.

Nanna Jónsdóttir var kjörin nýr formaður deildarinnar. Hún tók við af Sveini Steinarssyni sem hefur sinnt formennsku í áratug. Þær Sonja Líndal Þórisdóttir, Þórdís Ingunn Björnsdóttir og Ragnhildur Loftsdóttir voru kosnar í varastjórn. Aðrir í aðalstjórn eru þau Heiðrún Ósk Eymundsdóttir, Vignir Sigurðsson, Eysteinn Leifsson og Guðný Helga Björnsdóttir.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...