Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vigdís Häsler, nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Vigdís Häsler, nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Fréttir 27. janúar 2021

Vigdís Häsler ráðin nýr framkvæmdastjóri BÍ

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vigdís Häsler lögfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, en Sigurður Eyþórsson hætti sem framkvæmdastjóri um síðustu áramót eftir 13 ára starf fyrir samtökin. Vigdís tekur við af Oddnýju Steinu Valsdóttur, varaformanni Bændasamtakanna, sem hefur verið starfandi framkvæmdastjóri í janúar.

Vigdís var starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á Alþingi þar sem hún kom að undirbúningi fyrir þingmenn við gerð þingmála. Þá var Vigdís aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017 og starfaði hún einnig sem lögmaður hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem hún sinnti undirbúningi og gerð umsagna um lagafrumvörp og önnur þingmál og tók þátt í samskiptum við Alþingi. Einnig annaðist hún lögfræðilega ráðgjöf og upplýsingagjöf til sveitarstjórnarmanna. Auk þess sem hún starfaði í nokkur ár sem lögmaður hjá Lögmönnum Höfðabakka.

Hún lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri 2006, meistaraprófi 2008 og ári seinna hlaut hún málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Árið 2013 lauk hún LLM-prófi frá University of Sussex í Bretlandi. Vigdís hefur setið í stjórnum félagasamtaka og í kjörstjórn Garðabæjar fyrir kosningar til alþingis- og sveitarstjórnar og forsetakosningar. Vigdís mun hefja störf í byrjun febrúar.

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...