Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skógskóli KU í Djursland á Jótlandi, Danmörku.
Skógskóli KU í Djursland á Jótlandi, Danmörku.
Á faglegum nótum 23. desember 2022

Viðhöfn við viðarvinnslu

Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson

Um þessar mundir eru að eiga sér stað tímamót í sögu skógræktar á Íslandi. Saga sem nær yfir um fimm aldarfjórðunga.

Við upphaf voru áherslur einkum friðun birkiskóga ásamt fífldjörfum tilraunum við að rækta undarlegar trjátegundir frá fjarlægum heimshornum. Sumar þessara trjátegunda stóðu sig afbragðs vel og nú í dag eigum við, lítil þjóð á hjara veraldar, eins og stundum er sagt, fyrir að líta marga vöxtulega skóga víðs vegar um landið. Nytjar úr viði skóganna aukast að sama skapi en þekking á meðhöndlun timburs er nauðsynleg til að hægt verði að nýta viðinn með sem bestu móti.

Í árdaga TreProX var vinnuheiti verkefnisins „Fólkið á söginni“.

Rafmagnsdrifin flettisög staðsett í skógskólanum á Jótlandi.

Snemma árs 2018 komu saman fulltrúar Skógræktarinnar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöðvar, Lands- samtaka skógareigenda og Skógræktarfélags Íslands með það fyrir stafni að útbúa kennsluefni í læsi viðargæða. Segja má að þetta sé sá hópur sem mest kemur til með að deila og vinna úr íslenskum viði inn í framtíðina. Verkefnið vatt upp á sig og áður en langt um leið var komið á samstarfsverkefni aðila frá þremur Norðurlöndum; Íslandi, Danmörku og Svíþjóð.

TreProx stendur fyrir Innovations in Training and Exchange of Standards for Wood Processing, sem á íslensku útleggst sem nýsköpun í þjálfun og aðferðum við viðarframleiðslu og staðlagerð. Þetta er evrópskt samstarfsverkefni þriggja norrænna háskóla ásamt Skógræktinni og Trétækniráðgjöf slf. og nýtur það styrks frá Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins.

Verkefnið hófst haustið 2019 og fól í sér að gera námsefni og skipuleggja námskeið fyrir nemendur frá skólunum þremur. Fæstir þátttakendur voru í staðarnámi í sínum skóla þótt nokkrir slíkir hafi verið, aðallega frá Svíþjóð. Námsefnið er grunnurinn að viðarvinnslu, en til að nýta timbur sem best þarf einnig að gera framleiðsluferlinu sjálfu góð skil. Viðurinn í timbursölunni á sér áratuga ræktunarsögu sem sjaldan er gerð skil á sölustöðum.

Viður sagaður í flettisög sem er ætluð til að flytja á milli staða.

Hvert land var heimsótt einu sinni. Fyrst var Ísland sótt heim haustið 2021 þar sem gert var út frá Hvanneyri og Reykjum yfir vikudvöl. Þátttakendur náðu vel saman og kynntust vel, enda áhugamálin viður út í gegn. Á vordögum í ár var farið til Smálanda Svíþjóðar þar sem stóru trén vaxa. Allt var svo stórt og voldugt í Svíþjóð og sannaðist það algerlega á lokadegi þar sem skógtæknisýningin Elmia Wood var sótt. Í haust var farið til Jótlands í Danmörku þar sem lagt var meira upp úr viðráðanlegum flettisögum fyrir Íslendinga.

Árangur TreProX fólst í mun fleiru en námsferðum og myndun góðra tengsla manna á milli. Vert er að geta rannsóknar á nýtingu asparviðar sem felur í sér að öspin fær uppreist æru sem viður, bæði hérlendis sem og á Norðurlöndum. Einnig fengu Íslendingar þýdda og heimfærða viðarstaðla frá Norðurlöndum sem mun nýtast ört stækkandi geira langt inn í framtíðina. Áður hefur verið fjallað um viðarstaðlana í Bændablaðinu enda stórt og frækið afrek fyrir litla Ísland. Iðnú hefur nú í vinnslu frekara kennsluefni í meðhöndlun á timbri.

Þátttakendur ræða gamla byggingarhefð.

Síðast en ekki síst má minnast á heimasíðuna treprox.eu þar sem öllu námefninu eru gerð skil á einum vettvangi. Þar er að finna alla fyrirlestra, aukakennsluefni og ítarlegt myndbandasafn úr ferðunum sem samanstendur af rúmlega 30 myndböndum sem samanlagt telja á þriðju klukkustund af efni.

Á mánudaginn, 12.12.2022, var TreProX verkefnið gert upp á lokakynningu sem fram fór í húsakynnum Landbúnaðarháskólans í Keldnaholti. Viðburðinum var streymt og má nálgast á Youtube svæði Skógræktarinnar. Telja má víst að þátttakendur TreProX sem og skipuleggjendur hafi haft gagn og gaman af meðan á verkefninu stóð. Brautin hefur verið rudd og þekkingin komin til landsins.

Nú þarf ekki lengur að staldra við því loks megum við vinna við við.

Skylt efni: viður | viðarvinnsla

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...