Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gilles Tasse og Nanna K. Kristjánsdóttir ræða við Svein Margeirsson um tækninýjungar í landbúnaði.
Gilles Tasse og Nanna K. Kristjánsdóttir ræða við Svein Margeirsson um tækninýjungar í landbúnaði.
Fréttir 12. júní 2020

Víða ratað: Innleiða nýjar snjalllausnir

Sveinn Margeirsson ræðir við Nönnu K. Kristjánsdóttur og Gilles Tasse hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Rusticity, í nýjum þætti af Víða ratað á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Rusticity býður upp á sérfræðiráðgjöf og innleiðingu á nýjum snjalllausnum á rekstrar- og skráningarkerfum með áherslu á landbúnað.

Fyrirtækið hefur unnið sem verktaki við sérfræði- og ráðgjafarþjónustu fyrir Bændasamtökin síðan árið 2011. Í samvinnu við BÍ hefur Rusticity þróað og innleitt skráningarkerfi með örmerkjalesara og öðrum aukabúnaði fyrir bændur (t.a.m. LAMB snjallforrit fyrir sauðfjárbændur).

Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu streymisveitum og í spilaranum hér undir: