Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Embla Líf Hallsdóttir.
Embla Líf Hallsdóttir.
Mynd / UMFÍ
Líf og starf 2. febrúar 2022

Vettvangur fyrir raddir ungs fólks

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ungmennaráð ungmenna­fél­ag­anna um allt land eru samansett af ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára. Auk ráðanna er starfandi Ungmennaráð UMFÍ. Embla Líf Hallsdóttir verður líklega næsti formaður Ungmennaráðs Ungmennafélags Íslands.

Embla er á tuttugasta og fyrsta ári og búsett í Mosfellsbæ en leggur stund á viðskiptafræði með áherslu á verkefnastjórnun við Háskólann á Bifröst.

Embla Líf í pontu á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði.

Ótrúlega skemmtilegt starf

„Ég var 17 ára þegar ég fór á fyrstu ráðstefnuna hjá UMFÍ fyrir hönd ungmennaráðs Mosfellsbæjar. Það var ótrúlega gaman á ráðstefnunni og þar kynntist ég mörgu góðu fólki og þar á meðal bestu vinkonu minni og ég hef starfað innan félagsins síðan þá.

Fljótlega eftir ráðstefnuna sá ég auglýst eftir fólki í ungmennaráð UMFÍ og ég bauð mig strax fram.“

Ekkert um okkur án okkar

Stærsti viðburðurinn sem ung­mennaráð UMFÍ stendur fyrir er ráðstefna sem kallast Ungt fólk og lýðræði og er haldin einu sinni á ári. „Ráðstefnan er stór og hefur oft staðið í þrjá daga og á hana mætir ungt fólk alls staðar að af á landinu til að ræða ákveðið málefni sem er á döfinni á þeim tíma. Við höfum oft fengið til okkar stjórnmálamenn á ráðstefnuna til að ræða við og svara spurningum okkar.

Markmiðið með ráðstefnunum er að vera vettvangur fyrir raddir ungs fólks, að fá fólk almennt til að átta sig á að um ungt fólk gildir hugmyndin; ekkert um okkur án okkar.

Á síðustu ráðstefnu tókum við fyrir Lýðræðisleg áhrif – Hvar, hvenær og hvernig getur ungt fólk haft áhrif?“

Stefnt á ráðstefnu í haust

Embla segist hafa boðið sig fram sem næsti formaður ungmennaráðs UMFÍ og vonast til að fá kosningu.
„Við stefnum að því að vera með ráðstefnu næsta haust ef aðstæður leyfa og án þess að nokkuð hafi verið ákveðið eru komnar nokkrar hugmyndir sem verið er að skoða.“

Þegar Embla er spurnð hvernig henni finnist samfélagið hlusta á hugmyndir og raddir ungs fólks segir hún slíkt hafa aukist. „Oft hefur það verið þannig að ungt fólk hefur verið notað sem glansmynd við hliðina á stjórnmálamönnum á tyllidögum svo þeir geti sagt að þeir hafi talað við okkur en síðan ekkert gerst í framhaldinu. Svo betur fer tel ég að þetta sé að skána því raddir unga fólksins eru alltaf að verða meira áberandi.“

Góður vettvangur til að kynnast

Embla segir að starf innan UMFÍ sé bæði góður og skemmtilegur vettvangur til að kynnast fólki sem er á sömu línu og það sjálft. „Liðsheildin innan UMFÍ er sterk og allir að vinna að sama markmiði og andrúmsloftið mjög gott.

Auk stóru ráðstefnunnar hafa ungmennaráðin staðið fyrir viðburðum eins og Skemmti­sólarhring þar sem við höfum komið saman og farið eitthvert út á land og gist eina nótt og gert eitthvað skemmtilegt en því miður hefur Covid sett þar strik í reikninginn. Annað sem einnig er mjög skemmtilegt og kallast Samtal ungmennaráða felst í því að ungmennaráðin koma saman og deila hugmyndum um starfið í framtíðinni.“

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...