Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Lambavatn er fallegur bær í fallegu umhverfi.
Lambavatn er fallegur bær í fallegu umhverfi.
Mynd / ÁL
Fréttir 25. október 2022

Vestasta kúabú landsins

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ekkert kúabú er vestar á landinu en það á Lambavatni. Þar býr Þorsteinn Gunnar Tryggvason með hátt í 30 mjólkandi kýr. Búskapur á afskekktum slóðum sem þessum hefur ýmsar áskoranir í för með sér, sérstaklega þegar framleidd er ferskvara eins og mjólk.

Þorsteinn á Lambavatni er síðasti kúabóndinn á stóru svæði.

Þar sem vetrarþjónusta á Skersfjalli, sem er heiðin sem skilur að Patreksfjörð og Rauðasand, er í algjöru lágmarki getur komið fyrir að mjólkurbíllinn komist ekki vegna færðar og veðurs. Ef of langur tími líður milli ferða getur Þorsteinn neyðst til að henda mjólkinni sem er í tankinum.

Lengi vel var hann í búskap með foreldrum sínum, sem bjuggu á Lambavatni fram á háan aldur. Þorsteinn hefur í gegnum tíðina fengið fólk til liðs við sig í búskapinn, ýmist fjölskyldu eða vinnufólk. Bændum hefur fækkað í þessum landshluta undanfarna áratugi og er svo komið að hann er síðasti kúabóndinn á stóru svæði. Næstu starfandi kúabú er að finna á Barðaströnd, en síðan þarf að leita alla leið í Önundarfjörð og Reykhólasveit. Þorsteinn segist ekki geta svarað því af hverju þróunin hefur verið á þennan veg. Hann nefnir þó að ótryggar samgöngur gætu vel spilað þarna inn í.

Skylt efni: rauðasandur

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...