Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Verum viðbúin
Mynd / Gary Lopater - Unsplash
Skoðun 30. apríl 2021

Verum viðbúin

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Búist er við að fjöldi bólusetninga á Íslandi vegna COVID-19 muni geta myndað margumtalað hjarðónæmi þjóðarinnar þegar kemur fram á mitt sumar og jafnvel fyrr. Þá er líka ráðgert að aflétta öllum takmörkunum sem verið hafa í gildi varðandi samskipti fólks í rúmlega heilt ár.

Líklega bíða flestir með óþreyju eftir að þessu takmarki verði náð og fólk geti upplifað frelsi til mannlegra samskipta og til að ferðast á nýjan leik. Samt er ekki víst að slíkt frelsi veiti okkur tóma hamingju, allavega ef við gleymum því sem við ættum að hafa lært af fortíðinni.

Erlend flugfélög búa sig nú undir að flóðgáttir ferðamannastraums fari að opnast og eru þegar farin að tryggja sér pláss á Keflavíkurflugvelli. Strax í maí má því búast við verulegri aukningu á komu ferðamanna til landsins jafnvel þótt krafa sé gerð um að fólk framvísi pappírum sem sýni að það hafi verið bólusett.

Þótt mönnum þyki ótrúlega hægt hafa miðað að bólusetja örþjóð okkar á Íslandi, þá er búið að bólusetja á sama tíma nærri 230 milljónir manna í Bandaríkjunum og um 40 til 45 milljónir í Bretlandi allavega með einni sprautu ef ekki tveim. Þar er líka farið að aflétta samskiptahömlum og hömlum til ferðalaga. Þetta eru einmitt þær tvær þjóðir sem hafa verið öflugastar í að heimsækja okkur á undanförnum árum. Þar hefur líkt og hér á landi byggst upp mikil eftirvænting fyrir því að mega ferðast á ný.

Spurningin er því hvort við erum undirbúin undir slíkt og hvort við höfum eitthvað lært af fyrri sprengingu í komu ferðamanna til Íslands.

Nú er ljóst að Ísland hefur fengið gríðarlega kynningu á liðnum vikum og mánuðum á alþjóðavettvangi sem áhugaverður kostur til að heimsækja. Ferðamannavænt eldgos í næsta nágrenni alþjóðaflugvallar á Reykjanesi mun laða að mikinn fjölda ferðamanna. Um nýliðna helgi fékk Húsavík svo gríðarlega auglýsingu um allan heim vegna útsendingar á glæsilegu myndbandi á Óskarsverðlaunahátíð í Bandaríkjunum.

Þegar fjöldi ferðamanna sem kom til að skoða landið okkar og kynnast okkar lífsháttum fór að vaxa hratt fyrir nokkrum árum, höfðum við hreinlega ekki tök á stöðunni. Innviðir á borð við vegakerfi voru alls ekki í stakk búnir til að taka við svo hraðri aukningu. Það leiddi til hörmulegra slysa á sama tíma og löggæslan var vanmönnuð. Gistirými var einnig takmarkað sem olli verðsprengingu á þeim markaði og einfaldar vegasjoppur voru farnar að verðleggja sinn skyndibita eins og ofursteikur á fínustu veitingahúsum í stærstu borgum heims.

Til allrar hamingju hefur verið farið í lagfæringu á mörgum þessara þátta, en nóg er samt eftir. Því er enn spurning hvernig sé skynsamlegast að undirbúa þjóðina undir nýja bylgju ferðamanna sem mun skella á landinu fyrr eða síðar.

Mikið átak er í gangi í vegagerð, en samt er þar langt í land að verið sé að mæta þörfinni í viðhaldi vega, hvað þá að nýta þá fjármuni sem umferðin hefur verið að skila í gjöldum til ríkisins í fjölda ára. Það þarf því að gefa hressilega í og hraða framkvæmdum í vegagerð umfram það sem þegar er ákveðið.

Varðandi ákvarðanatöku í vegagerð er alveg ljóst að við erum búin að setja hér upp allt of flókið regluverk sem hefur af óþörfu stórskaðað uppbyggingu í samgöngum. Tafir á lagfæringum víða um land hafa líka valdið ófyrirgefanlegu manntjóni. Ef það þarf að breyta laga- og regluverki til að koma í veg fyrir slíkt, þá verðum einfaldlega að hespa því af – fyrir kosningar.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...