Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Verndum plöntur – Verndum líf
Fréttir 30. desember 2019

Verndum plöntur – Verndum líf

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur lýst árið 2020 Alþjóðlegt ár plöntuheilbrigðis í heiminum. Á heimasíðu FAO segir að með tilnefningunni sé ætlunin að auka meðvitund jarðarbúa á nauðsyn þess að gæta að plöntuheilbrigði til að vinna gegn hungri og draga úr fátækt, vernda umhverfið og auka hagsæld.

Í yfirlýsingu FAO vegna tilnefningarinnar segir að þrátt fyrir að plöntur séu uppspretta súrefnis í heiminum og stórs hluta þess matar sem við neytum sé lítið gert til að huga að heilbrigði þeirra.

Samkvæmt áætlun FAO tapast um 40% af uppskeru nytjaplantna í heiminum vegna plöntusjúkdóma og meindýra sem leggjast á plöntur. Afleiðing þessa er matvælaskortur hjá milljónum manna í fátækustu ríkjum heims og mikið tekjutap þeirra sem leggja stund á ræktun matjurta.

Fyrirbyggjandi aðgerðir vænlegastar

Samkvæmt FAO er mun betra að beita fyrirbyggjandi aðferðum til að draga úr matarsóun vegna plöntusjúkdóma og afáti meindýra heldur en að berjast við vandann eftir að hann er kominn. Erfitt og nánast ómögulegt er að útrýma plöntusjúkdómum eða rándýrum í ræktun ef þau ná fótfestu.

Hvað er hægt að gera?

Samkvæmt FAO geta allir lagt sitt af mörkum til að stuðla að eflingu plöntuheilbrigðis í heiminum. Eitt það sem allir geta gert er að bera ekki með sér plöntur eða plöntuhluta eða panta þær milli landa nema að heilbrigðisvottorð fyrir gróðurinn liggi fyrir. Plöntusjúkdómar geta hæglega borist þannig milli landa og valdið gríðarlegu tjóni.

Í yfirlýsingu FAO er skorað á stjórnvöld að auka fræðslu um plöntuheilbrigði og á mikilvægi plantna fyrir mannkynið. Auk þess sem stjórnvöld eru hvött til að efla eftirlit með innflutningi plantna og tryggja heilbrigði þeirra. 

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...

Salmonella í Fellshlíð
Fréttir 12. júní 2025

Salmonella í Fellshlíð

Salmonella hefur greinst á kúabúinu Fellshlíð í Eyjafirði. Matvælastofnun hefur ...

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar
Fréttir 12. júní 2025

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að vinna standi yfir við nýtt...

Nýtt mælaborð í Jörð
Fréttir 11. júní 2025

Nýtt mælaborð í Jörð

Mælaborði hefur verið bætt í skýrsluhaldskerfið Jörð.is og auðveldar það bændum ...

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki
Fréttir 10. júní 2025

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki

Gúmmíiðnaðurinn hefur verið að þróast, m.a. í viðleitni til að minnka kolefnisfó...