Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ættarjörð Halldóru var landlítil, því var ákveðið að skjóta fleiri stoðum undir búreksturinn og varð eggjaframleiðsla fyrir valinu.
Ættarjörð Halldóru var landlítil, því var ákveðið að skjóta fleiri stoðum undir búreksturinn og varð eggjaframleiðsla fyrir valinu.
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbjarnargerði I á Svalbarðsströnd, þar sem Halldóra er fædd og uppalin, hefur verið í eigu sömu ættar í meira en 150 ár. Afi hennar og amma ráku þar hefðbundið bú á árunum 1930 til 1960. Samhliða því stofnaði afi hennar til félagsbúsrekstrar ásamt sonum sínum. Byrjað var með 1.000 varphænur, sem er býsna mikið enda gaf þá hver hæna af sér svipaðar tekjur og kind. Um 1970 skiptu bræðurnir upp búrekstrinum. Jónas, föðurbróðir Halldóru, fór alfarið í alifuglarækt en foreldrar hennar í hefðbundinn búskap og stækkuðu kúabúið verulega.

Býli, staðsetning og stærð jarðar? Eggjabúið Grænegg, Værðarhvammi, 606 Akureyri (dreifbýli).

Ábúendur, fjölskyldustærð og gæludýr? Halldóra Kristín Hauksdóttir, Eggert Sæmundsson, þrjár stelpur, Beta, Berglind og Sunna, og tveir strákar, Haukur og Hrafn. Er fjölskyldan búsett á Akureyri eða í um 15 km frá jörðinni. Daglegur rekstur er í höndum Péturs Jónatans Kelley, mágs Halldóru, ásamt frábæru starfsfólki. Býr Pétur ásamt konu sinni, Heiðu Hauksdóttur, á Svalbarðströnd auk barnanna, þeim Bjarneyju, Veru og Kára og hundsins Brúnó.

Hjónin Eggert Sæmundsson og Halldóra Kristín Hauksdóttir á góðum degi.

Gerð bús og fjöldi búfjár? Eggjabú, 12.000 varphænur.

Hvers vegna velur þú þessa búgrein? Við „lentum“ í þessu, eða pabbi kannski öllu frekar, segir Halldóra. Þau mamma voru kúabændur, en árið 1996 þegar pabbi hættir sem formaður Stéttarsambands bænda, tekur hann yfir eggjaframleiðsluna í Sveinbjarnargerði ásamt Jóhannesi bróður sínum.

Árið 2012 vildu foreldrar Halldóru hætta búskap og tóku fyrrverandi maður hennar og mágur við rekstrinum en haustið 2012 var Grænegg ehf. stofnað.

Systurnar Dóra og Heiða í essinu sínu.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fyrst er mætt í eggin. Kveikt á færiböndum og vatn sett í eggjaþvottavélina, en eggin koma þannig úr varphúsinu og yfir í pökkunarhúsið, þar sem þau eru sett í umbúðir. Þegar eggin rúlla inn í pökkunarhúsið eru þvottavélin og blásararnir sett af stað, eggin sett í sturtu og svo blásara til að þorna.

Næst eru þau gegnumlýst og sprungin eða gölluð egg fjarlægð. Hin eru vigtuð, rúlla áfram í hólf eftir meðalþyngd og pakkað í tilheyrandi umbúðir. Merkt með framleiðsludegi og best fyrir dagsetningu, sett í kassa og þá klárar í verslanir. Á meðan verið er að vinna á eggjavélinni þá þarf að fara inn í varphúsin og uppeldishúsið, kanna hvort allt sé eins og það á að vera og bregðast við eftir atvikum. Reglulega eru tekin bæði saursýni og eggjasýni til rannsóknar. Þegar búið er að pakka eggjunum þarf að þrífa allt vel og vandlega inni í pökkunarhúsinu, en þrifnaður skiptir miklu máli.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Ég held í hreinskilni sagt að það sé ekkert sem heitir leiðinlegasta starfið og erfitt er að segja hvað er skemmtilegast.

Ég verð þó að nefna gleðina við að ná í dagsgamla unga, og sjá þá koma sér fyrir í uppeldishúsinu. Það vekur alveg sérstakan áhuga hjá yngstu kynslóðinni.

Systradæturnar Sunna og Vera að störfum

Hvað er það jákvæða við að vera bóndi? Að geta boðið íslenskum neytendum upp á heilbrigða og heilnæma íslenska afurð. Sveitin. Fjölskyldan, en þetta eru stundirnar þar sem við vinnum saman. Börn okkar systra vinna hjá okkur. Mamma og pabbi grípa enn í fyrir okkur, bróðir okkar systra og mágkona og börn þeirra hafa einnig unnið hjá okkur og aðstoðar sonur þeirra okkur reglulega. Þetta kallar á meiri samskipti og samveru sem er dásamlegt. Það er einnig gaman að fræða börn um bústörf, en vinir barna okkar eru viljug að koma og aðstoða þegar mikið liggur fyrir eins og að flytja fugla á milli húsa.

Hverjar eru áskoranirnar? Að greinin fái eðlileg starfsskilyrði frá hendi opinberra aðila.

Hvernig væri hægt að gera búskapinn ykkar hagkvæmari? Með því að fylgjast ávallt sem best með öllu því sem að búskapnum snýr og gera verðmæti úr öllu því sem til fellur við búskapinn. Þar með talið að nýta úrgang (hænsnaskítinn) sem best, til dæmis með því að hefja framleiðslu á blómaáburði.

Hvernig sjáið þið landbúnað á Íslandi þróast næstu árin? Í ljósi þekkingar, velferðar, tækni og með sjálfbærni að leiðarljósi.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar veðrið er sem verst og maður þarf að moka sig inn í húsin og frá daglegu lífi að eigin hentugleik.

Instagram-síða:@ dorahauks

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f