Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Verð á mjólk hækkar um áramót
Mynd / Odd Stefán
Fréttir 23. desember 2019

Verð á mjólk hækkar um áramót

Höfundur: Ritstjórn

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um að hækka lágmarksverð mjólkur til bænda og heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum sem nefndin verðleggur. Lágmarksverð mjólkur til bænda hækkar um 2,5%, úr 90,48 kr. í 92,74 kr.

Heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða, sem nefndin verðleggur, hækkar um 2,5%. Þær vörur, sem eru undir ákvörðun verðlagsnefndar, eru m.a. drykkjarmjólk, rjómi, hreint skyr, smjör, nýmjólkurduft og tvær tegundir af ostum með fituinnihaldi 45% og 30%. Verðbreytingar munu taka gildi 1. janúar 2020.

Gjaldaliðir hafa hækkað umtalsvert

Í fréttatilkynningu frá verðlagsnefnd segir að verðhækkunin sé til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur, en síðasta verðbreyting fór fram 1. september 2018. Frá síðustu verðlagningu hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 5,9% og reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva hækkað um 5,2%.

Verðlagsnefnd búvara er skipuð af landbúnaðarráðherra og starfar samkvæmt ákvæðum búvörulaga. Hún er skipuð sex mönnum og ákveður afurðaverð til búvöruframleiðenda og verð nokkurra búvara í heildsölu.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.